Sleep Disturbances among Females and Associated Risk Factors: A Nationwide Cohort Study in Iceland

Bakgrunnur: Faraldsfræðilegar lýðgrundaðar ferilrannsóknir hafa sýnt að tíðni skerta svefngæða eru á bilinu 27–52% meðal kvenna víðsvegar um heiminn. Engar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið framkvæmdar til að meta svefngæði hjá íslenskum konum til þessa. Markmið þessarar rannsóknar er því að m...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Bára Unnarsdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36078
Description
Summary:Bakgrunnur: Faraldsfræðilegar lýðgrundaðar ferilrannsóknir hafa sýnt að tíðni skerta svefngæða eru á bilinu 27–52% meðal kvenna víðsvegar um heiminn. Engar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið framkvæmdar til að meta svefngæði hjá íslenskum konum til þessa. Markmið þessarar rannsóknar er því að meta algengi skerta svefngæða hjá íslenskum konum og tengsl þess við bakgrunnsbreytur og aðra áhættuþætti. Aðferð: Þátttakendur voru samtals 31.811 íslenskar konur (18–69 ára) sem tóku þátt í lýðgrundaðri ferilrannsókn sem heitir Áfallasaga kvenna á árunum 2018–2019. Upplýsingum um bakgrunn, heilsufarslega þætti og skjátíma var safnað með rafrænum sjálfsmatsspurningalista. Svefngæði vorum metin með Pittsburg Sleep Quality Index (PSQI). Poission-aðhvarfsgreining var notuð til að reikna áhættuhlutföll (ÁH) með 95% öryggisbili (ÖB). Leiðrétt var fyrir aldri, menntun, líkamsþyngdarstuðli, áfengisneyslu og reykingum þegar það átti við. Niðurstöður: Í heildina greindu 65,6% kvenna frá skertum svefngæðum (>5 stig á PSQI) síðasta mánuðinn. Samband aldurs og svefngæða var U-laga þar sem yngstu og elstu þátttakendurnir greindu frekar frá skertum svefngæðum. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að það að búa á Norðurlandi (leiðrétt ÁH = 1.06 [95% ÖB (1.03–1.09)]), lágt menntunarstig (leiðrétt ÁH = 1.32 [95% ÖB (1.29–1.34)]), lágar tekjur (leiðrétt ÁH = 1.46 [95% ÖB (1.42–1.50)]), að vera einhleyp (leiðrétt ÁH = 1.16 [95% ÖB (1.15–1.18)]) og eiga fimm börn eða fleiri (leiðrétt ÁH = 1.11 [95% ÖB (1.06–1.15)]) tengist aukinni hættu á skertum svefngæðum. Ennfremur tengdust óvirkni á vinnumarkaði (leiðrétt ÁH = 1.38 [95% ÖB (1.36–1.40)]) og vaktavinna (leiðrétt ÁH = 1.21 [95% ÖB (1.18–1.24)]) skertum svefngæðum. Þeir heilsufarslegu þættir sem tengdust skertum svefngæðum voru undirvikt (leiðrétt ÁH = 1.17 [95% ÖB (1.09–1.25)]), offita (leiðrétt ÁH = 1.23 [95% ÖB (1.21–1.25)]), reykingar (leiðrétt ÁH = 1.37 [95% ÖB (1.34–1.40)] fyrir daglegar reykingar) og óhófleg áfengisneysla, sérstaklega einu sinni eða oftar í viku (leiðrétt ÁH = 1.25 ...