Summary: | Í þessu verki er sjónum beint að Sólmundarhöfða á Akranesi og dregin upp heildræn ástandsmynd af lífríki svæðisins. Markmiðið var nám með notkun landslagsgreiningar. Aðalmarkmið greiningarvinnunnar voru að fjalla um viðfangsefnið á skýran og hlutlausan hátt. Fjalla var um samfélagslegt verðmæti svæðisins ásamt forsendum notkunar til framtíðar litið. Landslaggreiningin varpaði ljósi á líffræðilega fjölbreytni svæðisins sem leiddi af sér greiningu á karaktersvæðum og sviðsmyndagerð. Sviðmynda-gerðin, sem unnin var út frá spurningalista, varpar ljósi á þrjá mögulega kosti. Niðurstöður benda til þess að stoðir Sólmundar-höfðans séu sterkar til frekari eflingar og til aukinna hlutverka samfélaginu á Akranesi til gæða og íbúum til góða. Svæðið mun getað þjónað margþættum tilgangi í framtíðinni; verkað sem segull mannlífs og viðburða, útvistar og náttúruupplifunar, miðstöð listsköpunar, menningar, náttúru og sögu.
|