Úrlendisréttur og íslenskur landsréttur

Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um úrlendisrétt með sérstakri áherslu á það hvernig hann hefur mótað lagasetningu og dómaframkvæmd á Íslandi. Í einföldu máli snýst úrlendisréttur um réttarstöðu ríkja, friðhelgi erlendra sendimanna/sendinefnda og eignarréttar þeirra innan lögsögu annarra ríkj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bára A. Alexandersdóttir 1997-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36003
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um úrlendisrétt með sérstakri áherslu á það hvernig hann hefur mótað lagasetningu og dómaframkvæmd á Íslandi. Í einföldu máli snýst úrlendisréttur um réttarstöðu ríkja, friðhelgi erlendra sendimanna/sendinefnda og eignarréttar þeirra innan lögsögu annarra ríkja. Þannig verður áhersla lögð á að gera grein fyrir birtingarmynd úrlendisréttar í íslensku réttarkerfi. Samhliða því verður reynt að leggja mat á innleiðingu helstu réttarheimilda úrlendisréttar hérlendis með áherslu á Vínarsamninginn um stjórnmálasamband frá 1961 og Vínarsamninginn um ræðissamband frá 1963. Jafnframt verður varnarsamningur Íslands við Bandaríkin frá 1951 skoðaður með sérstakri áherslu á úrlendisrétt. Þá verður einnig lagt mat á hvernig Ísland hefur staðið sig við að framfylgja þeim skuldbindingum sem það hefur gengist undir með slíkum alþjóðasamningum. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að á sviði úrlendisréttar hafi fullgilding og síðar lögfesting Vínarsamninganna um stjórnmála- og ræðissamband haft mótandi áhrif á íslenskt réttarkerfi. Dómaframkvæmd á Íslandi hefur sýnt að íslenskir dómstólar virðast beita ákvæðum sem snúa að úrlendisrétti í dómsúrskurðum sínum, jafnvel þótt að brotin geti talist minniháttar eða séu fyrst og fremst táknræns eðlis. Á þessu réttarsviði getur engu að síður reynst erfitt að draga of miklar ályktarnir vegna fárra dóma og úrskurða sem hafa fallið beint undir það hérlendis. The objective of this thesis is to discuss immunity from national jurisdiction, with a particular emphasis on how it has shaped Iceland‘s legislation and case law. Immunity can be explained in simple terms as the legal status of states, the immunity of foreign diplomats and delegations and their property rights within the jurisdiction of other states. Therefore, explaining the embodiment of immunity in the Icelandic justice system is emphasized. At the same time, an attempt will be made to assess the implementation of the main sources of law in immunity in Iceland with an emphasis on the ...