„Ekki vegan, það er of langt gengið“: Viðhorf til veganisma

Grænkerar – fólk sem aðhyllist veganisma – eru á móti hagnýtingu á dýrum og neyta engra dýraafurða. Í gegnum tíðina hefur fólk gerst grænkerar af ýmsum ástæðum. Algengustu ástæðurnar varða siðferðissjónarmið, umhverfismál og heilsufar. Markmið rannsóknarinnar er að leita skilnings á viðhorfum fólks...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hannes Arason 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35907
Description
Summary:Grænkerar – fólk sem aðhyllist veganisma – eru á móti hagnýtingu á dýrum og neyta engra dýraafurða. Í gegnum tíðina hefur fólk gerst grænkerar af ýmsum ástæðum. Algengustu ástæðurnar varða siðferðissjónarmið, umhverfismál og heilsufar. Markmið rannsóknarinnar er að leita skilnings á viðhorfum fólks til veganisma. Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem talað var við fólk sem fylgir almennu mataræði og kafað ofan í viðhorf þess til veganisma. Dregnir eru fram þrír þættir sem liggja til grundvallar viðhorfi fólks til veganisma; undanþága Íslands frá veganisma, réttlæting á neyslu dýraafurða, sérstaklega í sambandi við það að dýr lifi góðu lífi, og að hugmyndir veganisma, sem séu góðar í hófi, gangi út í öfgar. Í rannsókninni eru einnig dregnar fram tvær hindranir fyrir því að fólk taki upp grænkeramataræði; ánægja af neyslu dýraafurða og heilsufarsáhyggjur. Að lokum er fjallað um þá siðferðislegu afstöðu sem felst í viðhorfum fólks til veganisma. Þar kemur fram tenging við nytjastefnuna og dyggðasiðfræði, sem og umhverfismiðað sjónarhorn. Rannsóknum sem fjalla um veganisma fer ört fjölgandi og bætir verkefnið við þá þekkingu. Ekki hefur verið framkvæmd sambærileg rannsókn hér á landi. Vegans are against the exploitation of animals and consume no animal products. Throughout history people have become vegan for various reasons, the most common are ethical, environmental and health reasons. The aim of the study is to gain understanding of people’s attitudes of veganism. The study was a qualitative interview study in which people who follow a general diet were interviewed and their attitudes of veganism explored. Three factors that shape attitudes towards veganism are highlighted; the exception of Iceland from veganism, justification of eating animal products, specifically because of animals leading happy lives, and that the ideas behind veganism, which are good in moderation, are taken to the extreme. Two barriers to people adopting veganism are shown; the pleasure of eating animal products and health ...