„Ég vildi bara tilheyra þessu samfélagi íslendinga“: Upplifun og reynsla flóttafólks á Íslandi eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd

Markmið rannsóknarinnar var að skyggnast inn í heim flóttafólks og öðlast innsýn á upplifun og reynslu þeirra á Íslandi eftir að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd var samþykkt. Þá var einnig markmið að skoða upplifun þátttakenda á þeirri þjónustu sem stendur þeim til boða. Tekin voru eigindleg viðtö...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elva Stefánsdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35543
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að skyggnast inn í heim flóttafólks og öðlast innsýn á upplifun og reynslu þeirra á Íslandi eftir að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd var samþykkt. Þá var einnig markmið að skoða upplifun þátttakenda á þeirri þjónustu sem stendur þeim til boða. Tekin voru eigindleg viðtöl við 6 einstaklinga sem höfðu fengið alþjóðlega vernd á síðustu 5 árum og gerð var greining á þeirri þjónustu sem flóttafólki stendur til boða frá stjórnvöldum. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að að einstaklingar sem hafa fengið stöðu sem flóttamenn eftir að hafa sótt um alþjóðlega vernd ættu erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi, sérstaklega eftir að einstaklingar voru nýkomnir með vernd. Þátttakendur áttu erfitt með að komast inn á íslenskan húsnæðismarkað eftir að þau misstu húsnæði Útlendingastofnunar, fæstir höfðu komist inn á atvinnumarkaðinn þrátt fyrir að hafa reynt lengi og íslenskt tungumál var mikil hindrun fyrir þau í samfélaginu. Þá bentu niðurstöður til þess að mörgu væri ábótavant í þjónustu við flóttafólk á Íslandi samanber skýrslu nefndar og tillögur félagsmálaráðuneytisins um samræmda móttöku flóttafólks frá 2019 sem vonandi munu taka gildi með samningum ráðuneytisins við sveitarfélögin og aðra þjónustuaðila 2020. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að sem einstaklingar af erlendum uppruna yrðu þau fyrir mismunun og fordómum í íslensku samfélagi sökum uppruna síns og ættu erfitt með að vera þátttakendur í íslensku samfélagi. Lykilorð: Mannfræði, flóttafólk, þjóðernishyggja, fordómar, mismunun, landamæri, þjónusta. The aim of this research was to look into the experience of refugees in Iceland and to gain insight into their daily life and experiences following the approval of their asylum application. Additionally, an examination of the participants' experience of the services provided by the government was conducted. To achieve these goals, qualitative interviews were carried out with 6 individuals, all of whom had received international protection within the last 5 years and the services ...