Summary: | Starfstengd kulnun hefur verið mikið í umræðunni á Íslandi upp á síðkastið, en kulnun er alvarlegt sálrænt ástand sem hefur mikil áhrif á daglegt líf einstaklings. Starfstengd kulnun er kostnaðarsöm fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stéttarfélög, en langvinn starfstengd streita er talin ýta undir kulnun. Kulnun lýsir sér þannig að fólk missir áhugann og fjarlægir sig frá starfi sínu, ásamt því að fólk finnur fyrir örmögnun og vantrú á getu sinni og sjálfu sér til að sinna starfinu sínu á árangursríkan hátt. Það er því óhætt að segja að það er til mikils að vinna að geta spornað við kulnun. Markmið verkefnisins er að setja fram fræðilega samantekt á forvarnarúrræðum gegn kulnun, en hagnýtt gæti verið fyrir einstaklinga sem finna fyrir kulnun, sem og atvinnurekendur, að geta nálgast fræðilega samantekt á niðurstöðum rannsókna sem hafa verið gerðar á forvörnum gegn kulnun. Auk þess gæti samantektin gagnast fólki sem er áhugasamt um kulnun og fyrirtækjum, þar sem tíminn er gjarnan dýrmætur. Fyrirtæki og einstaklingar geta ýmislegt gert til að draga úr áhættu á kulnun, en forvarnir á borð við heilsueflingu, sveigjanleika í starfi (e. work-life balance) og núvitund geta gagnast vel í baráttunni við kulnun. Til dæmis er mikilvægt að fólk reyni að mynda jafnvægi á milli einkalífs síns og starfsins sem það sinnir, en sveigjanleiki í starfi er talinn geta stuðlað að þessu jafnvægi á milli fjölskyldu og starfs. Verkefni þetta hefur þann tilgang að vera innlegg í umræðu um forvarnir gegn kulnun. Stuðst var við ritrýndar greinar og frumheimildir eftir fremsta megni. Þar að auki var tekið viðtal við hjúkrunarfræðing sem fær gervinafnið Rósa, sem starfar við meðhöndlun á kulnun og er fagaðili á því sviði. Stuðst var við leitarsíður á borð við Wiley, Gegnir, Leitir, Brittanica og Google scholar við úrvinnslu verkefnisins. Work related burnout has been a hot topic in Iceland. Burnout is a serious psychological condition that greatly impacts an individual’s everyday life. Work-related burnout is costly for individuals, ...
|