Viðhorf neytenda til endursölumarkaða á Íslandi: sjálfbærni, verðlag og þægindi

Á Íslandi hafa viðskipti með notaðar flíkur verið með margskonar hætti um árabil. Þeir einstaklingar sem kjósa að selja notaðar flíkur hafa ætíð þurft að standa vaktina sjálfir og sjá um sölu og markaðssetningu. Með tilkomu endursölumarkaða hafa orðið breytingar á því fyrirkomulagi þar sem starfsmen...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Helga Ragnarsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35482
Description
Summary:Á Íslandi hafa viðskipti með notaðar flíkur verið með margskonar hætti um árabil. Þeir einstaklingar sem kjósa að selja notaðar flíkur hafa ætíð þurft að standa vaktina sjálfir og sjá um sölu og markaðssetningu. Með tilkomu endursölumarkaða hafa orðið breytingar á því fyrirkomulagi þar sem starfsmenn endursölumarkaða sjá alfarið um söluna. Þetta nýja viðskiptamódel byggist á því að endursölumarkaðir geti þjónað bæði kaupendur og seljendur með notaðar vörur. Hugmyndin er skandinavísk og byggist á því að breyta kauphegðun neytenda. Fataiðnaðurinn bæði mengar og ofnotar auðlindir við framleiðsluferlið en ríkar áherslur eru gerðar á arðsemi svokallaðs skynditísku fatnaðar. Erfitt hefur reynst að endurvinna fatnaðinn vegna lítilla tækniframfara í iðnaðinum sem gerir það að verkum að úrgangsmyndun verður mikil. Til þess að sporna við þessari þróun þurfi hringrásarhagkerfi sem gengur út á að deila, gera við, endurnota, endurframleiða og endurvinna. Markmið þessarar rannsóknarritgerðar er að varpa ljósi á viðhorf neytenda til endursölumarkaða burtséð frá því hvort neytandi hafi reynslu af slíkum mörkuðum eða ekki. Skoðað var viðhorf þeirra út frá sjálfbærni, verðlagi og þægindum og einnig hvaða þáttur skipti mestu máli með tilliti til ofangreindra þátta hjá þeim sem hafa keypt fatnað á endursölumörkuðum Rannsóknin leiddi í ljós að neytendur eru jákvæðir í garð endursölumarkaða hvað varðar sjálfbærni og ódýrt verðlag. Hins vegar finnst þeim vera óreiða á endursölumörkuðum sem gerir það að verkum að þeir eiga erfitt með að leita að fatnaði í stóru og fjölbreyttu úrvali sem boðið er upp á. Þar sem endursölumarkaðir bjóða upp á fjölmarga bása þá er ljóst að seljendur þurfa að ganga betur úr skugga um að básinn þeirra sé snyrtilegur svo þeir missi ekki viðskipti. Að lokum var athugað sérstaklega hjá þeim sem hafa keypt fatnað á endursölumörkuðum hvaða þáttur skiptir þá mestu máli með tilliti til sjálfbærni, verðlags og vöruúrvals. Hópurinn sammæltist um að ódýrt verðlag væri það aðdráttarafl sem lætur þá versla fatnað á ...