Summary: | Bakgrunnur: Íslendingar nota meira af ópíóíðum, svefn- og kvíðastillandi lyfjum samanborið við hin Norðurlöndin. Mikilli notkun þessara lyfja geta fylgt margar aukaverkanir og er samhliða notkun lyfjanna sérstaklega varhugaverð vegna samverkunar sem eykur hættu á öndunarbælingu og andlátum. Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna samband á milli langtímanotkunar svefnlyfja, kvíðastillandi lyfja, ópíóíða, veikinda og andláta fyrir aldur fram. Undirmarkmið var að kortleggja lyfjanotkun hjá langtímanotendum sem og skoða veikindi þeirra. Aðferðir: Gerð var lýðgrunduð hóprannsókn sem unnin var úr gögnum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þátttakendur (n=124.435) voru einstaklingar á aldrinum 10–69 ára sem leituðu til heilsugæslunnar á árunum 2009 til 2012. Þeim var skipt í hópa út frá þriggja ára samfelldri notkun á ópíóíðum, svefn- og kvíðastillandi lyfjum á tímabilinu. Hópunum var síðan fylgt eftir til og með árinu 2018 og dánarlíkur þeirra voru metnar. Niðurstöður: Cox-aðhvarfsgreining var notuð til að meta dánartíðni og voru áhættuhlutföll (HR) reiknuð hjá útsettu hópunum (n=9.721) þar sem einstaklingar sem notuðu ekki lyfin (n=77.593) voru notaðir sem viðmið. Í greiningunni voru einstaklingar með krabbameinsgreiningu fjarlægðir, einnig var leiðrétt fyrir aldri, kyni og fjölda sjúkdómsgreininga. Greiningin sýndi, að á hverjum tímapunkti, létust næstum þrefalt (HR=2,66; 95% ÖB: 2,28-3,09) fleiri af þeim sem notuðu aðeins svefn- og/eða kvíðastillandi lyf samanborið við þá sem notuðu ekki lyfin. Hættan á andlátum var hærri hjá þeim sem notuðu ópíóíða samhliða svefn- og/eða kvíðastillandi lyfjum en þar létust fimmfalt (HR=5,12; 95% ÖB: 4,25-6,17) fleiri samanborið við einstaklinga sem notuðu ekki lyfin. Einnig var sýnt fram á skammtaháð samband þar sem áhættuhlutföllin urðu hærri með hækkandi lyfjaskömmtum. Umræður: Samkvæmt niðurstöðum þessa verkefnis er sterkt samband á milli langtímanotkunar lyfjanna og dánartíðni, og var sambandið ennþá sterkara þegar magn lyfjanotkunarinnar var meiri. Þess vegna ...
|