Styðja í stað þess að stjórna : þáttur félags- og menningarauðs í námi og menntun barna með fjölmenningarlegan bakgrunn

Börnum sem eiga annað móðurmál en íslensku hefur fjölgað ört í skólum landsins undanfarin ár. Samtímis, hefur rannsóknum á fjölmenningu í íslensku skólastarfi einnig fjölgað. Hingað til hefur rannsóknaráherslan verið á upplifun tiltekins hóps af afmörkuðum þáttum í móttöku- og aðlögunarferli skóla....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ástrós Rún Sigurðardóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34991
Description
Summary:Börnum sem eiga annað móðurmál en íslensku hefur fjölgað ört í skólum landsins undanfarin ár. Samtímis, hefur rannsóknum á fjölmenningu í íslensku skólastarfi einnig fjölgað. Hingað til hefur rannsóknaráherslan verið á upplifun tiltekins hóps af afmörkuðum þáttum í móttöku- og aðlögunarferli skóla. Þessi eigindlega tilviksrannsókn byggir á gagnrýnum kenningum um menntun án aðgreiningar, fjölmenningarfræði auk þess að nýta hugmyndir Bourdieu um mikilvægi félags- og menningarauðs. Markmiðið er að kanna samspil ólíkra félagslegra, menningarlegra og efnahagslegra þátta í aðlögun og skólastarfi barna af erlendum uppruna í einu sveitarfélagi á Suðurlandi. Valin var sú leið að kanna annars vegar þátt félags- og menningarauðs í upplifun og reynslu mæðra af menntun og skólastarfi barna sinna og hins vegar að fá fram hugmyndir grunnskólakennara og starfsfólks skóla- og félagsþjónustu í sveitarfélaginu um ríkjandi menntastefnu og starf, m.a. skóla án aðgreiningar og fjölmenningarlega menntun. Gögnin voru greind með þemagreiningu í anda Braun og Clarke. Mikilvægi og nýnæmi rannsóknarinnar felst meðal annars í því að draga fram og greina fjölþætt sjónarhorn foreldra, kennara og starfsfólks sveitarfélagsins. Rannsóknin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem ber heitið Virkni, val og skyldur foreldra á menntavettvangi, styrkt af Jafnréttissjóði Íslands. Rannsakandi hlaut einnig styrk frá Vísinda- og rannsóknarsjóði Suðurlands. Helstu niðurstöður benda til að mæðurnar í rannsókninni setji nám og skólastarf barna sinna í forgang óháð bakgrunni þeirra; uppruna, stöðu eða menntun. Þær hafa allar jákvæða upplifun af íslensku skólastarfi og leggja þar áherslu á líðan og félagsþroska barnanna. Ólíkur félags- og menningarauður mæðranna, m.a. í formi formlegrar menntunar og tengsla við íslenskt samfélag í gegnum maka, hefur hins vegar áhrif á möguleika til þátttöku í skólastarfi barnanna. Í viðtölum við kennara og starfsfólk sveitarfélagsins mátti greina mikla áherslu á íslenskukunnáttu sem lykil að farsælu námi og félagsstarfi ...