Stafræn ráðgjöf með nemendum með hreyfihömlun: Notkun stafrænnar ráðgjafar með nemendum með hreyfihamlanir í grunnskólum

Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða hvernig stafræn náms- og starfsráðgjöf er notuð með nemendum með hreyfihömlun í grunnskólum og hvernig hún gagnast ef hún er notuð. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru viðtöl við sex náms- og starfsráðgjafa sem höfðu starfað í grunns...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Kristín Jensdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34867
Description
Summary:Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða hvernig stafræn náms- og starfsráðgjöf er notuð með nemendum með hreyfihömlun í grunnskólum og hvernig hún gagnast ef hún er notuð. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru viðtöl við sex náms- og starfsráðgjafa sem höfðu starfað í grunnskóla og höfðu áhuga á stafrænni ráðgjöf eða reynslu af því að vinna með nemendum með hreyfihömlun. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stafræn ráðgjöf er ekki mikið notuð í grunnskólum í dag. Ekki er notast við stafræna ráðgjöf í teymisvinnu vegna nemenda með hreyfihömlun vegna nýrra persónuverndarlaga og skorts á öruggum hugbúnaði til að nýta upplýsinga- og samskiptatækni. Í nokkrum bæjarfélögum hefur verið innleidd svokölluð spjaldtölvustefna sem felur í sér að hver nemandi á mið- og unglingastigi hefur spjaldtölvu til afnota í skólanum og fá nemendur með hreyfihömlun og aðrar sérþarfir einnig aðgang að slíkum tækjum. Náms- og starfsráðgjafar hafa sjaldan hlutverki að gegna í teymisvinnu vegna nemenda með hreyfihömlun en það er misjafnt á milli sveitarfélaga. Þá telja þeir sig hafa takmarkaða þekkingu á lagaumhverfi um réttindi fólks með fötlun. Nemendur með hreyfihamlanir fá sömu þjónustu og aðrir nemendur hjá náms- og starfsráðgjöfum. Með hröðum tækniframförum og aukinni þekkingu væri hægt að auka hæfni náms- og starfsráðgjafa til aðlögunar á starfsaðferðum, þannig að með aukinni þekkingu á stafrænni ráðgjöf opnast möguleikar á að standa betur að náms- og starfsráðgjöf fyrir nemendur með hreyfihömlun. Aukin fræðsla um málefni fatlaðra gæti einnig eflt náms- og starfsráðgjafa í störfum sínum við að mæta hverjum nemanda þar sem hann er staddur. The purpose of this research is to explore the applicability of utilizing digital educational and vocational counselling for students with mobility issues within the compulsory school system in Iceland. Interviews were conducted with six guidance counsellors who had working experience in compulsory schools and were further interested in either using digital ...