Hvers vegna íslensk fantasía? Erlent bókmenntaform þýtt inn í móðurmálið.

Í þessari lokaritgerð til MA prófs í þýðingafræði við Háskóla Íslands skoða ég fantasíubókmenntir á Íslandi út frá kenningu Gauta Kristmannssonar um þýðingar án frumtexta til að komast að því hvers vegna fantasían hefur verið þýdd inn í íslenskt bókmenntakerfi. Í kafla 2. Verkfærakista þjóðarbókmenn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Árný Stella Gunnarsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34772
Description
Summary:Í þessari lokaritgerð til MA prófs í þýðingafræði við Háskóla Íslands skoða ég fantasíubókmenntir á Íslandi út frá kenningu Gauta Kristmannssonar um þýðingar án frumtexta til að komast að því hvers vegna fantasían hefur verið þýdd inn í íslenskt bókmenntakerfi. Í kafla 2. Verkfærakista þjóðarbókmenntanna skoða ég hvernig þjóðir aðlaga erlend bókmenntaform að eigin þjóðtungu til að styrkja stöðu sína innan alþjóðlegrar valdabaráttu um menningaráhrif. Í kafla 3. Fantasían sem verkfæri set ég fram tilgátu um að fantasían efli þjóðmenninguna með því að efla getu lesenda til samfélagsgagnrýni. Í kafla 4. Fyrir íslenskar aðstæður skoða ég stöðu þekkingar á fantasíunni á Íslandi og set hana í samhengi við niðurstöður annars og þriðja kafla. Fantasían er tól sem gegnir mikilvægu hlutverki í eflingu þjóðmenningar og þjóðtungu, tól sem við Íslendingar erum byrjuð að þýða yfir á okkar eigið móðurmál. Við þurfum að skilja aðlögunarferlið til að tryggja að þýðingin takist, frekar en að treysta í blindni á að fantasían fylgi sama aðlögunarferli og önnur bókmenntaform ólík henni, eins og til dæmis glæpasagan. In this thesis for a master’s degree in translation studies at the University of Iceland, I research the literary genre of fantasy in Iceland from the perspective of Gauti Kristmannsson‘s theory of “translations without an original”. My aim is to find out why fantasy has been translated into the Icelandic literary system. In chapter 2. The Toolbox of National Literatures I present theories about how nations adapt foreign literary genres to their own native languages and thereby strengthen their position as participants in a global competition of cultural influence. In chapter 3. Fantasy as a Tool I conclude that fantasy strengthens national culture by teaching readers to evaluate the state of their society and culture more effectively. In chapter 4. Adapted to Icelandic Needs, I review the state of knowledge regarding fantasy in Iceland and put it into the context of the results of chapters two and three. Fantasy is a ...