Rímur um rímur: Hvað má lesa úr elstu rímum um rímnahefðina?

Rímur voru eitt vinsælasta skemmtiefni á Íslandi um sex alda skeið. Hátt í fimmtán hundruð rímur hafa verið ortar svo vitað sé og ríflega þúsund rímur eru varðveittar. Rímur eru löng frásagnarkvæði ort undir sérstökum bragarháttum og voru í nánast öllum tilfellum ortar eftir þekktum sögum, og sumum...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Pétur Húni Björnsson 1971-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34657
Description
Summary:Rímur voru eitt vinsælasta skemmtiefni á Íslandi um sex alda skeið. Hátt í fimmtán hundruð rímur hafa verið ortar svo vitað sé og ríflega þúsund rímur eru varðveittar. Rímur eru löng frásagnarkvæði ort undir sérstökum bragarháttum og voru í nánast öllum tilfellum ortar eftir þekktum sögum, og sumum sögum var oft snúið í rímur. Rímur hafa ekki notið mikillar hylli sem rannsóknarefni og gjarnan hafa þær verið sem hornkerlingar við fræðaborðið. Samlestur rímna og sagnanna sem þær eru ortar út af leiðir oft í ljós að rímurnar einfalda sögurnar, fletja út persónur með því að ýkja upp ákveðna þætti þeirra en sleppa öðrum, og blása út atburði eins og bardaga og siglingar með staglkenndum og formúlukenndum hætti. Það hefur orðið til þess að rímur hafa oft verið taldar lakar bókmenntir, formúlukenndar og sjálfhverfar. Þessi rannsókn leiðir í ljós að rímur voru frá öndverðu efni ætlað til flutnings og að efnistök og efnismeðferð í elstu varðveittu rímum er að mörgu leyti algerlega í takt við þau efnistök og efnismeðferð sem tíðkast í munnlegum kveðskap víða um heim, þar sem meginmarkmiðið er að stýra túlkun áheyrenda til þess að draga úr óvissu­þáttum svo sagan komist rétt til skila. Sjálfhverfa þeirra er því arfur frá munn­legum flutningi og geymd þeirra frá elsta stigi þróunarsögu þeirra. Þar sem rímur eru efni sem ætlað er til flutnings þarf að flytja þær og það þarf að hlusta á þær til þess að hægt sé að meta þær af sanngirni og á þeirra eigin for­sendum. Rímur lesnar af bók gefa ekki nema nasasjón af því sem rímur eru í raun, líkt og skrifaðar nótur tónverks eða leikrit lesið af bók. Séu rímur metnar á forsendum hefðar­innar sem þær viðhéldu um sex alda skeið, í stað þess að þær séu metnar á for­sendum hugmynda nútímans um bókmenntir og ljóðlist, blasir við önnur mynd en viðtekin mynd nútímans af rímum. Rímur were the most resiliant and popular form of entertainment in Iceland for six centuries. Almost fifteen hundred rímur are known to have been composed and more than a thousand of those are preserved. Rímur are ...