„Er eitthvað mansal á Íslandi?“: Staða mansalsmála og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er staða mansalsmála á Íslandi, aðgerðir íslenskra yfirvalda til þess að útrýma mansali og alþjóðlegar skuldbindingar landsins í málaflokknum. Viðfangsefnið var skoðað út frá mismunandi sjónarhornum til að sjá og gefa sem besta heildarmynd. Mansal er í eðli sínu flóki...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: María Björg Gunnarsdóttir 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34419
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar ritgerðar er staða mansalsmála á Íslandi, aðgerðir íslenskra yfirvalda til þess að útrýma mansali og alþjóðlegar skuldbindingar landsins í málaflokknum. Viðfangsefnið var skoðað út frá mismunandi sjónarhornum til að sjá og gefa sem besta heildarmynd. Mansal er í eðli sínu flókið og rótgróið fyrirbæri sem á sér langa sögu en í dag þrífst það í víðtæku neti alþjóðlegrar glæpastarfsemi. Á meðan glæpir eiga sér stað þvert á landamæri er mikilvægt að aðgerðir yfirvalda og löggæslu séu einnig hugsaðar á þann hátt. Alþjóðlegt samstarf er mikilvægur þáttur í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, þar á meðal mansali. Til að sigrast á vandanum þarf víðtækt samstarf ríkja og stofnana þar sem upplýsingum er deilt með skjótum hætti og aðgerðir samhæfðar. Rannsóknin er tilviksrannsókn þar sem skoðuð voru margvísleg gögn en aðgerðir Íslands voru sérstaklega metnar út frá gerð og þróun aðgerðaráætlana íslenska ríkisins gegn mansali, ásamt úttektarskýrslum á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins og GRETA, hópi sérfræðinga Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali. Umfjöllunarefnið er rætt út frá hugmyndum frjálslyndisstefnunar, femínisma og útbreiðslu viðmiða. Helstu niðurstöður sýna að Ísland sé almennt að stíga mikilvæg skref í baráttunni gegn mansali en nokkuð vanti þó upp á að viðleitni sé næg á öllum sviðum. Ísland hefur tekið þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu samstarfi með ólíkum stofnunum og ríkjum en leggja þarf töluvert meiri áherslu á baráttuna gegn mansali heima fyrir. Ef tekið er mið af skýrslum bandaríska utanríkisráðuneytisins þá benda þær niðurstöður til afturfara frekar en framfara. Það er því nokkuð ljóst að ekki vantar verkefnin til að bæta stöðu mansalsmála á Íslandi. The topic of this thesis is the status of human trafficking in Iceland, the actions of the Icelandic authorities to eliminate human trafficking and the country's international obligations in this area. The subject was viewed from different angles to see and portray the overall picture. Trafficking is an inherently complex ...