Að velja auglýsingaraddir

Að velja rödd til að lesa inn á auglýsingar getur oft á tíðum verið snúið og vanda þarf vel til verka þegar það er gert. Rannsókn þessi reynir að komast að því hvernig málum er háttað hérlendis og erlendis við val á slíkum röddum og af hverju. Ekkert er til af rannsóknum um þetta málefni á Íslandi o...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefán Friðrik Friðriksson 1982-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34270
Description
Summary:Að velja rödd til að lesa inn á auglýsingar getur oft á tíðum verið snúið og vanda þarf vel til verka þegar það er gert. Rannsókn þessi reynir að komast að því hvernig málum er háttað hérlendis og erlendis við val á slíkum röddum og af hverju. Ekkert er til af rannsóknum um þetta málefni á Íslandi og því voru tekin hálfopin eigindleg viðtöl við fjóra fagaðila í markaðs – og auglýsingageiranum hérlendis. Niðurstöður þemagreiningar úr þessum viðtölum voru síðan borin saman við þær erlendu rannsóknir sem fundust um málefnið. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu það í ljós að engin viðmælendanna studdist við rannsóknir eða einhver fræði er kemur að röddum. Þegar kemur að beinu vali á röddum studdust allir við einhverja tilfinningu fyrir því hvað passaði. Röddin einfaldlega passaði viðkomandi vöru eða þjónustu og voru viðskiptavinirnir fagfólksins sammála því. Markhópagreiningin þótti einna mikilvægust þegar kemur að því finna raddir. Viðmælendurnir voru almennt sammála um marga hluti sem ýtir stoðum um verklag og hugarfar markaðsfólks á Íslandi er kemur að vali á röddum. Algengt var að karlraddirnar endurspegluðu traust í hugum viðmælanda og kvenraddirnar milduðu hlutina. Viðmælendur töldu að þegar auglýst væri til kvenna, væri betra að nota kvenrödd, en þegar auglýst var til karla var betra að nota karlrödd. Ekki skiptir máli hvort karl eða kvenrödd er notuð við vörur eða þjónustu ætluðum báðum kynjum. Þetta er samhljóma þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar erlendis um málefnið. Það er því ljóst að markaðsfólk á Íslandi er faglegt í sínum nálgunum, þó að stór hluti starfs þeirra byggi á tilfinningum fyrir hlutunum. Abstract Selecting voices for advertisements can often be hard and the voice has to be carefully chosen. This essay aims to find out how marketers in Iceland and abroad do find those voices and why. This was obtained by interviewing four professional Icelandic marketers. The interviews were analysed in themes and compared with researches from around the world. The results from this essay shows that none ...