Í hár saman : sameining tveggja iðngreina, hárgreiðslu og hárskera

Hárgreiðsla og hársskurður voru sameinuð í eina iðngrein, hársnyrtiiðn, árið 1993. Markmið verkefnisins var að leita svara við hvaða öfl höfðu áhrif á sameiningarferlið. Til að fá innsýn í ferlið var notast við frumheimildir frá bæði mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Félagi hárgreiðslu- og hárske...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elín Huld Hartmannsdóttir 1967-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/34077
Description
Summary:Hárgreiðsla og hársskurður voru sameinuð í eina iðngrein, hársnyrtiiðn, árið 1993. Markmið verkefnisins var að leita svara við hvaða öfl höfðu áhrif á sameiningarferlið. Til að fá innsýn í ferlið var notast við frumheimildir frá bæði mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Félagi hárgreiðslu- og hárskerasveina og að auki var horft til gagna frá fulltrúa Hárgreiðslumeistarafélagsins í sameiningarnefnd hársnyrtigreina auk námsvísa Iðnskólans í Reykjavík, nú Tækniskólans. Ákveðnar hugmyndir voru um að áhrif frá jafnréttisbaráttu seinni hluta tuttugustu aldarinnar hafi vegið þungt í ákvörðunartökunni og ýmsir aðrir samfélagsstraumar. Voru þær hugmyndir byggðar á því að fögin voru með mjög skýra kynjaskiptingu allt frá fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. En þegar fór að líða á seinni hlutann og allt fram að sameiningu voru þessar kynjaáherslur farnar að vera óskýrar. Niðurstöðurnar leiddu hins vegar í ljós að áhrif jafnréttisbaráttunnar virtust óbein. Helstu niðurstöðurnar voru þær að krafa frá Félagi hárgreiðslu- og hárskerasveina, Hárgreiðslumeistarafélagi Íslands og Meistarafélagi hárskera um úrbætur í skólamálum hafi verið það sem ýtti ferlinu af stað. Svar stjórnvalda við þessum kröfum hafi verið að fara í sameiningu á þessum tveimur iðngreinum. Voru það því áhrif frá grasrótinni sem höfðu þar áhrif en ekki stjórnvaldsbreytingar eins og svo oft vill vera þegar komið er á breytingum eins og sameining þessara tveggja greina var. Voru það ekki boð að ofan um breytingar heldur öfugt.