Misnotkun á lyfseðilsskyldum örvandi lyfjum meðal háskólanema á Íslandi

Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Ritgerðin er uppbyggð sem rannsóknaráætlun. Tilgangur hennar er að kanna algengi misnotkunar lyfseðilsskyldra örvandi lyfja meðal háskólanema á Íslandi. Hvaða áhrif þeir telja lyfin hafa á vitræna frammistöðu ása...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Elín Dóra Birgisdóttir 1993-, Gréta Rún Árnadóttir 1995-, Halldóra Pálsdóttir 1995-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33917
Description
Summary:Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Ritgerðin er uppbyggð sem rannsóknaráætlun. Tilgangur hennar er að kanna algengi misnotkunar lyfseðilsskyldra örvandi lyfja meðal háskólanema á Íslandi. Hvaða áhrif þeir telja lyfin hafa á vitræna frammistöðu ásamt því að komast að ástæðum þess að slík misnotkun á sér stað tengt námi. Misnotkun í þessu samhengi er notkun lyfja sem eru ætluð öðrum eða notkun eigin lyfja á annan hátt en læknir ráðleggur. Lyfseðilsskyld örvandi lyf hafa samkvæmt rannsóknum verið vinsæl meðal háskólanema til að bæta námsárangur. Slík lyf eru gjarnan valin til meðferðar við ADHD sem er alþjóðleg skammstöfun fyrir Attention Deficit/Hyperactivity Disorder og hefur verið skilgreind sem viðvarandi taugaþroskaröskun. Lyfseðilsskyld örvandi lyf sem innihalda virka efnið metýlfenídat er fyrsti kostur varðandi lyfjameðferð við ADHD hér á landi og getur meðferðin dregið úr einkennum. Lyfin eru talin auka einbeitingu, athygli, námsgetu og auðvelda samskipti við aðra. Ákveðið var að styðjast við blandaða rannsóknaraðferð sem felur í sér að gagna er aflað og þau greind með megindlegum og eigindlegum hætti. Í þessari rannsókn var notast við rannsóknarsnið sem nefnist skýrandi raðsnið. Þá er megindlegra gagna aflað fyrst og þeim fylgt eftir með eigindlegum gögnum. Þátttakendur rannsóknarinnar verða háskólanemar úr fjórum stærstu háskólum landsins. Megindleg gögn verða skoðuð og þeim háskólanemum sem hafa misnotað lyfseðilsskyld örvandi lyf og samþykkja þátttöku í seinni hluta rannsóknarinnar verður fylgt eftir í eigindlegum viðtölum. Samkvæmt heimildasamantekt höfunda hefur misnotkun lyfseðilsskyldra örvandi lyfja meðal háskólanema á Íslandi ekki verið rannsökuð nægjanlega. Hægt væri að nota niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að varpa ljósi á þetta mögulega vandamál í íslensku háskólasamfélagi í dag. Niðurstöðurnar væri hægt að nýta til að auka forvarnir og íhlutanir til þess að draga úr misnotkun slíkra lyfja meðal háskólanema. Meginhugtök: Misnotkun ...