Hugarró : reynsla þolenda kynferðisbrota af því að leggja fram kæru hjá lögreglu og þiggja sálfræðiviðtal að lokinni skýrslutöku

Frá árinu 2018 hefur verið í boði fyrir þolendur kynferðisobeldis að fara í sálfræðiviðtal að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu hér á landi en lítið er til af rannsóknum um það hvort sálfræðiviðtal í kjölfar skýrslutöku hafi mikilvægu hlutverki að gegna fyrir andlega heilsu þeirra og líðan. Meginmark...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Helena Sif Guðmundsdóttir 1991-, Heiðbjört Ýrr Guðmundsdóttir 1990-, Margrét Alma Hannesdóttir 1972-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33905
Description
Summary:Frá árinu 2018 hefur verið í boði fyrir þolendur kynferðisobeldis að fara í sálfræðiviðtal að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu hér á landi en lítið er til af rannsóknum um það hvort sálfræðiviðtal í kjölfar skýrslutöku hafi mikilvægu hlutverki að gegna fyrir andlega heilsu þeirra og líðan. Meginmarkmið rannsóknarinnar var því að kanna reynslu fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis af skýrslutöku hjá lögreglu og sálfræðiviðtali eftir skýrslutöku. Rannsóknin er eigindleg og var fyrirbærafræði Vancouver-skólans notuð. Tekin voru samtals fjögur viðtöl við tvo þolendur kynferðislegs ofbeldis. Báðir þátttakendur fóru í skýrslutöku hjá Lögreglu Norðurlands eystra og fengu sálfræðiviðtal að því loknu. Rannsóknin er partur af umbótaverkefni á vegum Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Sjúkrahússins á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri. Í þessari ritgerð verður rætt almennt um kynferðisofbeldi, ásamt því að fjalla um afleiðingar og viðbrögð við kynferðisofbeldi, áfallastreituröskun, kærumál kynferðisbrota, skýrslutöku hjá lögreglu og fyrri rannsóknir. Í niðurstöðum kemur fram hversu mismunandi reynsla þátttakenda var á bæði skýrslutöku og sálfræðiviðtali en einnig verður rætt um sameiginlega og mismunandi þætti sem komu upp í viðtölunum við þátttakendur. Til dæmis verður talað um mikilvægi sálfræðihjálpar í kjölfar kynferðislegs ofbeldis, viðtalsaðferðir lögreglu og sálfræðinga, framkomu lögreglu við brotaþola, framkomu sálfræðinga við brotaþola, lengd kæruferlis og hvaða andlegu áhrif þetta hafði á þátttakendur. Annar þátttakandinn var með betri reynslu á réttarkerfinu en hinn og er sérstaklega fjallað um það. Einnig verður rætt mikilvægi þess að nota rétta viðtalsaðferð bæði í skýrslutöku og í viðtali hjá sálfræðingi. Fjallað var um samtökin Stígamót og hvaða áhrif það hafði á annan þátttakandann að leita þangað. Ályktað er svo að þörf sé á að skoða betur viðtalstækni lögreglumanna í skýrslutöku þegar brotaþolar kynferðisofbeldis eiga í hlut og mögulega ...