Chronotypes and Insomnia in Iceland : how does chronotype affect insomnia, as well as anxiety, depression and SAD for people in Iceland?

Bakgrunnur: Dægurgerðir er hugtak sem lýsir sólahringstakti einstaklings og hvernig líffræðileg klukka hans samstillir hugræna, hegðunar og lífeðlisfræðilega ferla sem rísa í samræmi við fyrripart eða seinnipart dagsins. Morningness-Eveningness Questionnaire (MEQ) er spurningalisti sem mælir það hvo...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir 1992-, Bryndís Elsa Guðjónsdóttir 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:English
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33781
Description
Summary:Bakgrunnur: Dægurgerðir er hugtak sem lýsir sólahringstakti einstaklings og hvernig líffræðileg klukka hans samstillir hugræna, hegðunar og lífeðlisfræðilega ferla sem rísa í samræmi við fyrripart eða seinnipart dagsins. Morningness-Eveningness Questionnaire (MEQ) er spurningalisti sem mælir það hvort einstaklingar eru morguntýpur eða kvöldtýpur. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að það er marktækur 3ja klukkustunda munur á hápunkti dægursveifla milli morgun- og kvöldtýpa. Íslendingar fara að jafnaði seinna að sofa en aðrir Evrópubúar og tilgátur hafa verið settar fram um að það sé sökum þess að Ísland er í vitlausu tímabelti. Þetta gæti þýtt að dægurgerð Íslendinga sé að jafnaði seinni með tilliti til landfræðilegrar staðsetningar og að þeir upplifi meiri klukkuþreytu (social jetlag) miðað við aðrar þjóðir. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl dægurgerða við þunglyndi eða þunglyndislotur í tengslum við aðra sálfræðilega kvilla. Af sálfræðilegum heilsufarsvandamálum er svefnleysi með þeim algengari og það hefur sterka fylgni við aðra sálfræðilega kvilla, sérstaklega þunglyndi og kvíða. Tilgátur eru á lofti um að meðferð við svefnvandamálum gætu mögulega komið í veg fyrir þróun þunglyndis. Það er fylgni milli þess að vera kvöldtýpa, þjást af skammdegisþunglyndi (SAD) og að eiga við svefnvandamál að stríða og margar rannsóknir hafa sýnt greinilegan mun milli morguntýpa og kvöldtýpa þegar kemur að svefngæðum. Kvöldtýpur eru viðkvæmari fyrir klukkuþreytu og er það talið geta gefið til kynna að það að vera kvöldtýpa sé ákveðinn áhættuþáttur þegar kemur að því að þróa með sér skammdegisþunglyndi fyrir þá sem þjást þegar af svefnleysi. Niðurstöður fyrri rannsókna vöktu áhuga okkar og vildum við því skoða tengslin milli dægurgerða, svefnleysis, kvíða, þunglyndis og skammdegisþunglyndis. Rannsóknarspurningin okkar er: Hvaða áhrif hefur dægurgerð á svefnleysi, ásamt kvíða, þunglyndi og skammdegisþunglyndi hjá Íslendingum? Tilgátan okkar er: Það er fylgni milli dægurgerða og svefnleysis. Aðferð: Okkar úrtak innihélt 261 ...