„Ógnin hefur sett mark sitt á allt okkar líf": Greining á orðræðu um fyrirhugaða virkjun Urriðafoss í Þjórsá

Í gegnum tíðina hafa virkjunarmál verið umdeild og ágreiningur hefur átt sér stað um hvort virkja eigi vatnsföll landsins. Algengt er að árekstrar verði á milli þeirra sem hlynntir eru náttúruvernd og annarra sem vilja framleiða raforku með vatnsafli. Í þessari ritgerð skal rýnt í orðræðu sem átti s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Harpa Almarsdóttir 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33285
Description
Summary:Í gegnum tíðina hafa virkjunarmál verið umdeild og ágreiningur hefur átt sér stað um hvort virkja eigi vatnsföll landsins. Algengt er að árekstrar verði á milli þeirra sem hlynntir eru náttúruvernd og annarra sem vilja framleiða raforku með vatnsafli. Í þessari ritgerð skal rýnt í orðræðu sem átti sér stað vegna virkjunaráforma í neðri hluta Þjórsár, nánar tiltekið í Urriðafossi. Markmið rannsóknarinnar er að dýpka skilning á hugmyndum sem tókust á í tengslum við fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir. Kannað verður hvaða aðferð heimamenn sem og aðrir sem andvígir eru virkjun, fara til að vekja athygli á mögulegum áhrifum virkjunar. Foucaultískri orðræðugreiningu var beitt í þessari rannsókn. Greinar og pistlar sem birtust í dagblöðum voru greind með það að markmiði að varpa ljósi á hvað olli því að orðræðan skapaðist, hvernig hún var sett fram og hverjir það voru sem tóku aðallega þátt í að móta hana. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að helstu rök sem beitt er gegn virkjun eru áhrif hennar á náttúrufar og ferðaþjónustu. Jafnframt eru vinnubrögð Landsvirkjunar og sveitarstjórnar gagnrýnd og teflt er fram samfélagslegum rökum fyrir því að ekki ætti að reisa virkjun. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að ekki einungis heimamenn andmæla virkjun þrátt fyrir að þeir séu í miklum meirihluta, heldur er fólk annars staðar sem lætur einnig í sér heyra. Orðræðan var jafnframt skoðuð út frá sjónarhorni valds. Kannað var hverjir sýndu vald sitt í orðræðunni með það að markmiði að fá fólk yfir á sitt band. Over the years, power plants have been controversial and disagreements have taken place on wheter or not to harness the watercourses of the country. It is common that conflicts occur between those who favor nature conservation and others who want to produce hydroelectric power. In this thesis, the discourse will be examined that took place due to power plant plans in the lower part of river Þjórsá, more specifically at the waterfall Urriðafoss. The aim of the study is to deepen the understanding of the discourse on the ...