„Í verstu tilfellum kíkja ferðamenn á glugga“ Viðhorf íbúa Mývatnssveitar til ferðamennsku og áhrif hennar á lífsgæði þeirra

Samfélög geta orðið fyrir margvíslegum áhrifum ferðamennsku og getur hún haft mikil áhrif á íbúa. Áhrif ferðamennsku snúa að efnahagnum, umhverfinu og félagsmenningarlegum þáttum. Lífsgæði heimamanna geta einnig orðið fyrir áhrifum ferðamennsku, bæði til hins betra og til hins verra. Áhrif ferðamenn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hulda María Þorláksdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33257
Description
Summary:Samfélög geta orðið fyrir margvíslegum áhrifum ferðamennsku og getur hún haft mikil áhrif á íbúa. Áhrif ferðamennsku snúa að efnahagnum, umhverfinu og félagsmenningarlegum þáttum. Lífsgæði heimamanna geta einnig orðið fyrir áhrifum ferðamennsku, bæði til hins betra og til hins verra. Áhrif ferðamennsku á heimamenn hefur töluvert verið rannsökuð en hvaða áhrif lífsgæði heimamanna verða fyrir hefur ekki verið mikið rannsakað hér á landi. Rannsókn þessi fjallar því um áhrif ferðamennsku og lífsgæði og er markmið hennar að átta sig á upplifunum og viðhorfi íbúa í Mývatnssveit vegna ferðamennsku og lífsgæðum þar að lútandi. Einnig er fjallað um ferðamennsku í Mývatnssveit, uppbygginguna sem hefur átt sér stað undanfarin ár og stefnumótun sveitarfélagsins í ferðamennsku. Tekin voru viðtöl við tvo Mývetninga og í framhaldi af þeim var mótuð könnun sem lögð var fyrir Mývetninga. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að Mývetningar eru jákvæðir gagnvart ferðamennsku vegna aukinna atvinnutækifæra. Helstu neikvæðu áhrif ferðamennsku sem heimamenn upplifa eru hættur í umferðinni, mannmergð, t.d. í verslun sveitarinnar, og ágangur á einkarými heimamanna. Helsti munur á milli lýðfræðilegra breyta fól í sér að þeir sem starfa í ferðaþjónustu eru jákvæðari gagnvart ferðamennsku en þeir sem gera það ekki. Communities can experience variety of tourism effects that can have major influence on local people. The influence of tourism appears in the economy, the environment and on socialcultural factors. The local people quality of life can be affected by tourism, positively and negatively. The influence of tourism on local people has considerably been researched, but how the quality of the local people‘s life has not received much attention in Iceland. Thus, this research focuses on the impact of tourism and people‘s quality of life. Its aim is to understand the experiences and attitudes of locals in Mývatnssveit and the influences of tourism on their quality of life. Tourism in Mývatnssveit is also discussed, the development ...