Ofbeldisbrot kvenna og refsingar : rannsókn á alvarlegum ofbeldisbrotum kvenna og meðferð þeirra mála fyrir dómstólum.

Í ritgerðinni er leitast við að varpa ljósi á alvarleg ofbeldisbrot kvenna og refsingar sem þær hafa hlotið. Rannsóknarspurningin er þríþætt: Hverjar eru hinar brotlegu? Hvert er umfang og eðli þessara brota? Hvers lags refsingar hljóta konurnar og hvað hefur áhrif á ákvörðun refsingar þeirra fyrir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórhildur Kristjánsdóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33166
Description
Summary:Í ritgerðinni er leitast við að varpa ljósi á alvarleg ofbeldisbrot kvenna og refsingar sem þær hafa hlotið. Rannsóknarspurningin er þríþætt: Hverjar eru hinar brotlegu? Hvert er umfang og eðli þessara brota? Hvers lags refsingar hljóta konurnar og hvað hefur áhrif á ákvörðun refsingar þeirra fyrir æðstu dómstólum landsins, Hæstarétti og Landsrétti. Til að svara þessum spurningum er stuðst við dóma Hæstaréttar og Landsréttar á tímabilinu 1941-2018 í málum þar sem konur hafa verið sakfelldar fyrir manndráp eða meiri háttar líkamsárás, sbr. 211. gr. og 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í rannsókninni er leitast við að greina þær upplýsingar sem fram koma í dómunum bæði efnislega og tölfræðilega. Þrátt fyrir að rannsóknin í heild sinni verði ekki álitin tölfræðilega marktæk vegna þess hve fáir dómar eru í úrtakinu er samt sem áður gagnlegt að setja saman þær upplýsingar sem gefa vísbendingar um eðli þessara brota sérstaklega og upplýsingar um hinar brotlegu. Varðandi sakhæfið er áhugavert að í engum hinna áfrýjuðu dóma var ákærða sýknuð af refsikröfu ákæruvaldsins og talin ósakhæf á grundvelli 15. gr. hgl eða gert að sæta öryggisgæslu. Niðurstöðurnar varðandi sakhæfið gefa þó mögulega ekki rétta mynd af brotaflokknum í heild sinni þar sem ekki öllum málum var áfrýjað til æðri dómstóla. Mætti spyrja í því sambandi hvort réttaröryggi þeirra sem ekki eru metnar ábyrgar gjörða sinna sé nægilega tryggt. Áhugavert er jafnframt að ítrekunartíðni alvarlegra ofbeldisbrota kvenna er nokkuð há eða 10%. Í því sambandi má velta upp þeirri spurningu hvort refsingarnar hafi tilætluð áhrif á alvarleg ofbeldisbrot kvenna og hvort gera megi breytingar í því skyni að draga úr ítrekunartíðni afbrota af þessu tagi hjá þessum tiltekna þjóðfélagshópi. The objective of this thesis is to shed light on severe violent crimes committed by women in Iceland, such as manslaughter, severe assault crimes and the penalties they face for those crimes. The thesis analyzes the nature of those specific crimes and the women committing them, ...