"Óplægður akur": Mikilvægi mörkunar fyrir íslensk sprotafyrirtæki
Umræðan um mikilvægi nýsköpunar fyrir íslenskan efnahag hefur fengið byr undir báða vængi á undanförnum árum. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur leitt til þess að íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum hefur fjölgað. Þetta vekur upp vangaveltur um hvað það er sem viðskiptahugmynd þarf að hafa til að eygj...
Main Author: | |
---|---|
Other Authors: | |
Format: | Thesis |
Language: | Icelandic |
Published: |
2019
|
Subjects: | |
Online Access: | http://hdl.handle.net/1946/32954 |
Summary: | Umræðan um mikilvægi nýsköpunar fyrir íslenskan efnahag hefur fengið byr undir báða vængi á undanförnum árum. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur leitt til þess að íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum hefur fjölgað. Þetta vekur upp vangaveltur um hvað það er sem viðskiptahugmynd þarf að hafa til að eygja von um að ná árangri á markaði. Viðhorfsbreyting virðist hafa orðið á meðal fjárfesta um hvað það er sem viðskiptahugmyndin þarf að fela í sér til að litið sé á hana sem vænlegan fjárfestingakost. Áherslan liggur nú á sölu og markaðsnálgun í stað eiginleika vörunnar sjálfrar. Markmið höfundar í þessari rannsókn var að kanna hvernig stjórnendur íslenskra sprotafyrirtækja nálgast markaðsstarf á forstigum viðskiptahugmyndarinnar með sérstöku tilliti til mörkunar. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að viðmælendur töldu mikið virði fólgið í því að byggja upp sterkt vörumerki. Árangursrík mörkun fæli í sér aukna sölu og þar með auka líkur á árangri. Töluverður munur var á nálgun eftir því hvort viðmælendur höfðu reynslu úr fyrri sprotaverkefnum eða voru að stíga sín fyrstu skref. Reynslumeiri frumkvöðlar nálgast sölu og markaðsstarf á stefnumiðaðri hátt sem grundaðar eru af fyrri mistökum. Almennt má þó segja að þekkingu skorti á meðal frumkvöðla á viðfangsefninu. Í lok ritgerðarinnar má finna hagnýtar upplýsingar sem frumkvöðlar og stjórnendur sprotafyrirtækja geta nýtt sér þegar vörumerki er skapað. The importance of innovation for the Icelandic economy has gained a growing interest in recent years. The increased emphasis on innovation has led to an immediate increase of startups in Iceland. This poses the question of what qualities the business idea must incorporate to ensure success in the marketplace. An attitudinal change has been noted among investors as they put more focus on the marketing and sales approach of the entrepreneur and less focus on the product attributes. The aim of this research was to shed light on the perceived value of branding among executives in Icelandic startups and how they approach ... |
---|