Summary: | Oddný Gunnhildur Guðmundsdóttir frá Hóli á Langanesi (19081985) er rithöfundur sem ekki fer hátt í íslenskri bókmenntasögu. Þó sendi hún frá sér fimm skáldsögur á árunum 19431983. Hún samdi einnig beitta pistla, kvæði og smásögur auk þess sem hún fékkst við þýðingar. Mestan hluta ævi sinnar stundaði hún farkennslu í sveitum landsins og fór á milli landshluta á reiðhjóli langar dagleiðir. Hún var eldheitur sósíalisti og landskunn fyrir beitta pista í fjölmiðlum um íslenska tungu og menntamál. Fátt segir þó af þessari merku konu á spjöldum sögunnar. Oddný fór alltaf eigin leiðir, bæði í starfi, einkalífi og skáldskap. Hún var frjáls og sjálfstæð kona sem skar sig úr, hún átti hvergi fastan samastað og var alla ævi óþreytandi að bæta heiminn. Hún reis gegn hefðbundnu kynhlutverki, gekk í buxum þegar aðrar konur klæddust kjól, giftist aldrei og eignaðist ekki börn. Þá gekk hún menntaveg og ferðaðist víða, m.a. til Sovétríkjanna, og tróð sér fram á ritvöll þar sem karlar réðu ríkjum og settu bókmenntir kvenna skör lægra. Oddný hafði flókna skapgerð og var samsett úr ríkum andstæðum sem birtast í verkum hennar; annars vegar íhaldssemi og forneskju sem birtast vel í skáldsögum hennar en hins vegar framsýni og róttækni eins og sjá má í hugmyndum hennar í kennslu- og uppeldisfræði. Í þessari ritgerð er fjallað um hvort hún hafi verið frumkvöðull eða afturhald og hvernig hugsjónir hennar birtast í höfundarverkinu. Þá er sjónum beint að stöðu hennar í íslenskri bókmenntasögu þegar skáldverk kvenna voru hunsuð og hædd. Skoðað er hvort feðraveldi hafi ýtt Oddnýju út í horn eða hvort hún skapaði sína útlegð sjálf með því að rísa gegn valdhöfum á sviði menningarinnar, eins og franski félagsvísindamaðurinn Pierre Bourdieu skilgreinir það, með því að skrifa ádrepur og kaldhæðna gagnrýni í fjölmiðlum. Oddný Gunnhildur Guðmundsdóttir (19081985) was born in a farm in the northeast of Iceland, Hóll in Langanes. She is a novelist with a marginal status in Icelandic literature. In total she published five novels (19431979) and also ...
|