Summary: | Inngangur: Sykursýki er áhættuþáttur fyrir ýmsum hjarta– og æðasjúkdómum. Sykursýkislyf í flokkum GLP-1 viðtaka agonista og SGLT-2 hemla hafa sýnt fram á ávinning hvað varðar hjarta– og æðasjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar var að kanna stöðu lyfjanotkunar hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2 og nýgreint hjartavöðvadrep á hjartadeild 14EG á Landspítala auk þess að meta samræmi við klínískar leiðbeiningar ADA, EASD og ESC. Efni og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn gagnarannsókn þar sem notast er við lýsandi tölfræði. Gögnum var safnað úr sjúkraskrám allra sjúklinga með sykursýki tegund 2 sem greindust með hjartavöðvadrep þ.e. NSTEMI eða STEMI á tímabilinu 1. janúar 2013 – 31. desember 2018. Sjúklingarnir höfðu ýmist verið greindir áður með sykursýki tegund 2 eða verið greindir í legu á hjartadeild 14EG. Niðurstöður: Alls voru 212 sjúklingar í úrtakinu en 15 sjúklingar (7,1%) notuðu hvorki sykursýkislyf við komu á hjartadeild 14EG né við útskrift. Alls voru því 197 sjúklingar í lyfjahópi rannsóknarinnar, þ.e. sjúklingar sem annað hvort notuðu sykursýkislyf við komu eða útskrift af hjartadeild 14EG. Lyfið metformin var mest notað en 140 sjúklingar notuð lyfið. Við útskrift á tímabilinu notuðu 75 sjúklingar insúlín lyf og 68 sjúklingar sulphonylurea lyf. Þegar litið var til nýrri sykursýkislyfja notuðu 22 sjúklingar DPP-4 hemla, 10 sjúklingar GLP-1 viðtaka agonista og 17 sjúklingar SGLT-2 hemla við útskrift á tímabilinu. HbA1C gildi voru einungis mæld hjá 34 sjúklingum á tímabilinu. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að meirihluti sjúklinga sé ekki meðhöndlaður í samræmi við núverandi klínískar leiðbeiningar ADA, EASD og ESC. Notkun lyfja í flokki GLP-1 viðtaka agonista og SGLT-2 hemla eykst þó þegar tímabilið 2016-2018 er borið saman við tímabilið 2013-2015. Bakground: Diabetes is a known risk factor for cardiovascular diseases. The use of GLP-1 receptor agonists and SGLT-2 inhibitors for the treatment of Type 2 Diabetes Mellitus (DM2) has been related to a reduction in cardiovascular risk and ...
|