Tónlistarsamfélagið í Hafnarfirði : „það er kannski meira attitjúd heldur en sánd“

Í þessari ritgerð verður sjónum beint að tónlistarsamfélaginu í Hafnarfirði, sögu þess og hefðum. Áhrif samfélagsfrumkvöðla á tónlist og tónlistarsamfélagið verða skoðuð og hver þróun þess samfélags hefur verið. Menningarstefna bæjarins verður tekin til athugunar, farið verður yfir hver tækifæri ung...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kjartan Bragi Bjarnason 1979-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32484
Description
Summary:Í þessari ritgerð verður sjónum beint að tónlistarsamfélaginu í Hafnarfirði, sögu þess og hefðum. Áhrif samfélagsfrumkvöðla á tónlist og tónlistarsamfélagið verða skoðuð og hver þróun þess samfélags hefur verið. Menningarstefna bæjarins verður tekin til athugunar, farið verður yfir hver tækifæri ungs tónlistafólks eru í Hafnarfirði og tillögur lagðar fram um hvernig hlúa megi að grasrótinni í framtíðinni. Viðtöl voru tekin við fjóra viðmælendur og reynsla þeirra og upplifun borin saman við fræðilegan bakgrunn verkefnisins. Niðurstöðurnar gefa til kynna ríka tónlistarhefð í Hafnarfirði frá byggð bæjarins. Tónlistarsamfélagið hefur þróast í gegnum árin og hefðirnar með. Mikið framboð og auðveldur aðgangur að tónlist gefur fólki minna tilefni til að fara út til að hlusta á tónlist. Tónlistarsköpun hefur með betri tækni fært sig í heimahús og því minni eftirspurn eftir æfingarhúsnæðum. Færri tónleikastaðir bjóða upp á áskoranir fyrir tónlistarsamfélagið í dag en í Hafnarfirði vantar fleiri staði fyrir ungt fólk til að koma fram á. Menningarstefna bæjarins er komin til ára sinna og er ekki með viðmið um hvernig henni er ætlað að uppfylla markmið sín. This essay is about the music community in Hafnarfjörður - its history and tradition. The influence of social entrepreneurs on music and the music community will be examined and also how that community has developed. We will be looking at the Cultural Policy of Hafnarfjörður in particular, what opportunities are available for young musicians in Hafnarfjörður and propositions will be made on how their future could be. Interviews with four people were carried out and their experience compared to the academic research in this essay. The result indicate that Hafnarfjörður has been rich in music tradition since the town‘s settlement. Easier access to music and an unlimited supply from online sources means that people have less of a reason to leave their homes to enjoy music. Furthermore, creating music has been made easier with improved technology and recordings can be ...