Verðmyndun á íslenskum tónlistarflutningi við skemmtanahald : hvað kostar að láta skemmta sér?

Viðfangsefni þessarar ritgerðar var að kanna hvað stjórnar verðmyndun á íslenskum tónlistarflutningi við skemmtanahald á Íslandi. Framkvæmd var eigindleg rannsókn í formi viðtala þar sem rætt var við fimm viðmælendur sem hafa ekki einvörðungu reynslu heldur djúpan skilning á hvaða þættir stjórna því...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sverrir Bergmann Magnússon 1980-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32446
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar ritgerðar var að kanna hvað stjórnar verðmyndun á íslenskum tónlistarflutningi við skemmtanahald á Íslandi. Framkvæmd var eigindleg rannsókn í formi viðtala þar sem rætt var við fimm viðmælendur sem hafa ekki einvörðungu reynslu heldur djúpan skilning á hvaða þættir stjórna því sem til rannsóknar er. Rannsóknin sem slík gæti þannig gefist vel sem hagkvæmur fyrirbúnaður fyrir umfangsmeiri megindlegar rannsóknar eða gefið tilefni til þess að draga fram í dagsljósið ákveðin viðfangsefni sem ekki hafa verið gerð skil á áður. Með verðmyndun er átt við það samspil milli framboðs og eftirspurnar á frjálsum markaði sem ákvarðar verð og magn vara og þjónustu sem skipta um hendur í hagkerfinu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að það sem stýrir verðmyndun á íslenskum tónlistarflutningi við skemmtanahöld eru saga, vinsældir, orðspor og efnahagsleg staða samfélagsins. Þá leiddu rannsóknir það í ljós að það verð sem tónlistarflytjendur taka fyrir að „skemmta öðrum“ hefur að sumu leyti staðið í stað í að minnsta kosti tvo áratugi og er með engu móti í takt við verðhækkanir samfélagsins. Því er verð á íslenskum tónlistarflutningi við skemmtanahald einungis 70% af því sem það ætti að vera ef miðað væri við vísitölu neysluverðs. Með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknarinnar dró höfundur þá ályktun að mikilvægt væri fyrir íslenska tónlistarflytjendur að sýna hvor öðrum samhug í baráttunni til aukinna launa. Í íslensku samfélagi væru vankantar á að tónlistarflytjendur hefðu hugrekki til slíks en með hliðsjón af útlögðum kostnaði, æfingum sem lægju að baki og annarra þátta þá væri ærið tilefni til þess að laga þá annmarka. The subject of this essay was to explore what controls the price determination of musical entertainers for performing their art in Iceland. A qualitative research was performed where interviews were held with five people of great experience in the Icelandic music industry to get a better understanding of the factors that come in to play while trying to understand this price ...