Þetta á að vera skemmtilegt : viðbrögð leikskóla í Breiðholti við niðurstöðum úr HLJÓM-2 prófi

Megintilgangur verkefnisins er að athuga hvernig leikskólar í Breiðholti bregðast við niðurstöðum úr HLJÓM-2 prófi og kanna viðhorf þátttakenda til prófsins. Prófið er hannað til notkunar fyrir leikskólakennara eða aðra fagaðila í leikskólum og er lagt fyrir elstu börn leikskólans að hausti. Prófinu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Auður Ösp Guðjónsdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32425
Description
Summary:Megintilgangur verkefnisins er að athuga hvernig leikskólar í Breiðholti bregðast við niðurstöðum úr HLJÓM-2 prófi og kanna viðhorf þátttakenda til prófsins. Prófið er hannað til notkunar fyrir leikskólakennara eða aðra fagaðila í leikskólum og er lagt fyrir elstu börn leikskólans að hausti. Prófinu er ætlað að finna þau börn sem hafa slaka hljóðkerfisvitund, þannig að hægt sé að bregðast við með snemmtækri íhlutun, til þess að lestrarnámið reynist þeim auðveldara. Hljóðkerfisvitund er einn af undirþáttum læsis og er aðalþátturinn í umskráningu, það er að tengja bókstaf og hljóð saman. Þátttakendur í rannsókninni voru sérkennslustjórar leikskóla í Breiðholti. Allir leikskólarnir að tveimur undanskildum eru aðilar að samstarfsverkefni sem nefnist Læsi – allra mál sem miðar að því að útbúa sameiginlega læsisáætlun í Breiðholti. Gögnum var safnað bæði með eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum. Spurningakönnun var send öllum þátttakendum auk þess sem tekin voru viðtöl við tvo þátttakendur eftir að niðurstöður spurningakönnunarinnar lágu fyrir. Niðurstöður benda til þess að prófið sé notað á svipaðan hátt í öllum leikskólum hverfisins sem reknir eru af Reykjavíkurborg. Það er lagt fyrir öll börn að þeim undanskildum sem eru með mikla röskun í þroska. Allir sérkennslustjórar bregðast við slökum eða mjög slökum árangri með íhlutun og nota til þess svipað námsefni. Þátttakendur eru almennt ánægðir með þær aðferðir sem er beitt við íhlutun og telja að þær séu mjög árangursríkar en telja þó flestir að eitthvað mætti bæta varðandi íhlutun og finnst vinnu á deildum, tímaáætlun og samstarfi við deildarstjóra helst vera ábótavant. Niðurstöður benda til þess að sérkennslustjórar séu ánægðir með vinnuna og árangurinn en vilja samt gera betur með því að breyta skipulagi varðandi vinnulag. The main objective of this research project was to examine how staff in pre-schools in Breiðholt, a district in Reykjavík, respond to the results of the HLJÓM-2 test. Their attitude towards the test was also investigated. HLJÓM-2 is a ...