Samspil manns og fjöru á Norðurnesi á Álftanesi síðan á miðri 20. öld

Samspil manns og fjöru á Norðurnesi á Álftanesi hefur alltaf verið mikið enda stutt að sækja sjóinn þaðan og landrými af skornum skammti. Fjaran var gjöful og vel nýtt á árum áður og þá hefur hafið mótað bæði land og fólk á Norðurnesi, en landbrot hefur verið þar mikið um aldir og flóðahætta mikil....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhannes Marteinn Jóhannesson 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32227
Description
Summary:Samspil manns og fjöru á Norðurnesi á Álftanesi hefur alltaf verið mikið enda stutt að sækja sjóinn þaðan og landrými af skornum skammti. Fjaran var gjöful og vel nýtt á árum áður og þá hefur hafið mótað bæði land og fólk á Norðurnesi, en landbrot hefur verið þar mikið um aldir og flóðahætta mikil. Markmið þessara ritgerðar eru að rannsaka hvernig nýting fjörunnar á Norðurnesi hefur breyst frá miðbiki 20. aldar, hvaða áhrif stormar og flóð hafa haft á bæði íbúa og strandlengju Norðurnes, hvað hefur verið gert til að sporna gegn þessum flóðum og hver áhrifin hafa verið af því. Ágangur sjávar á Norðurnesi var stórt vandamál um miðbik 20. aldar, en sjór flæddi þá yfir strandsvæði og gat tekið vegi í sundur og borið sand og möl á tún. Til að koma í veg fyrir slík flóð var ráðist í uppbyggingu á sjóvarnargörðum á strandlengjunni og þá var Bessastaðatjörn stífluð. Eftir tilkomu sjóvarnargarðanna hefur landbrot á Norðurnesinu svo gott sem stöðvast og flóð ná ekki lengur að ganga á land. Landbrot á sér þó enn stað við Bessastaðatjörn, og er hugsanlega bein afleiðing af tilkomu stíflunnar. Garðarnir og stíflan hafa gert fólki kleift að nýta landið á Norðurnesi betur, þá aðalega undir tún, en einnig hefur varplendi fyrir fugla verið tryggt. Samgöngur urðu einnig tryggðar út á nesið, þar sem varnargarðarnir koma í veg fyrir áflóð, en einnig vegna þess að nýtt vegstæði varð til vegna stíflunar. Nýting fjörunnar hefur samfara breyttum samfélagi einnig tekið breytingum, og eru nú þau hlunnindi sem finna má í fjörunni ekki lengur nýtt, en fjaran er þó vinsælt útivistarsvæði.