Hvers vegna listkaupstefnur? Reynsla þriggja íslenskra gallería

Þessi ritgerð er unnin til BA-prófs í listfræði við Háskóla Íslands. Með rannsókninni er leitast við að kanna hvaða vægi þátttaka í listkaupstefnum hefur fyrir gallerí. Skipta má ritgerðinni í tvo hluta en í fyrri hlutanum er fyrst og fremst stuðst við fræðilegar heimildir. Þar er fjallað um listhei...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Steinunn Hauksdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32213
Description
Summary:Þessi ritgerð er unnin til BA-prófs í listfræði við Háskóla Íslands. Með rannsókninni er leitast við að kanna hvaða vægi þátttaka í listkaupstefnum hefur fyrir gallerí. Skipta má ritgerðinni í tvo hluta en í fyrri hlutanum er fyrst og fremst stuðst við fræðilegar heimildir. Þar er fjallað um listheima og listmarkaði. Greint er frá hlutverki og starfsemi gallería og listkaupstefna og samanburður gerður á listkaupstefnum og öðrum listviðburðum. Þar að auki er skyggnst inn í heim einkasafnara. Dregin eru fram áhrif þess að taka þátt í listkaupstefnum og í lok kaflans er staða íslenskra gallería á listkaupstefnum könnuð. Í seinni hlutanum er unnið úr þremur viðtölum sem höfundur tók við gallerista frá þremur galleríum í Reykjavík. Greint er frá svörum viðmælenda og þau borin saman og sett í samhengi við fræðilega kaflann. Að lokum eru niðurstöður dregnar saman sem fengust með greiningu á svörum viðmælenda, með fræðilega kaflann til hliðsjónar. Helstu ástæður fyrir þátttöku gallería í listkaupstefnum eru að þær eru ómissandi vettvangur fyrir tengslamyndun og kynningu á listamönnum. Án þátttöku í listkaupstefnum gætu galleríin ekki staðið undir sér til lengri tíma ef þau næðu ekki til alþjóðlegs markaðs með öðrum hætti. Ókostirnir eru margir en kostirnir eru þeim yfirsterkari.