"Það er fyndið hvernig tófan sest að í kollinum á manni": Um menn og refi á Vestfjörðum

Menn og heimskautarefir (Vulpes lagopus) á Íslandi hafa lengi átt flókin samskipti. Refir voru veiddir allt frá landnámi en ekki var það fyrr en á miðri 20. öld sem reynt var að útrýma þeim ásamt minknum samkvæmt nýjum lögum. Viðsnúningur þessara laga rétt fyrir byrjun 21. aldar gæti leitt mann til...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sylvía Oddný Arnardóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32127
Description
Summary:Menn og heimskautarefir (Vulpes lagopus) á Íslandi hafa lengi átt flókin samskipti. Refir voru veiddir allt frá landnámi en ekki var það fyrr en á miðri 20. öld sem reynt var að útrýma þeim ásamt minknum samkvæmt nýjum lögum. Viðsnúningur þessara laga rétt fyrir byrjun 21. aldar gæti leitt mann til að halda að þar hefði orðið grundvallar hugarfarsbreyting á því hvernig fólk hugsar um refi; til dæmis að fólk hafi haft óbeit á refum áður fyrr en síðar farið að líta þá öðrum augum. Hinsvegar kemur í ljós að myndin er auðvitað ekki svo einföld. Ekki er mögulegt í þessarri rannsókn að rekja samband alls fólks við refi, en gerð er tilraun til þess að fá almenna mynd af sambandi fólks sem kynnist refum í sínu daglega lífi, í gegnum veiði og landbúnað. Þar kemur í ljós að hugur þess til tófunnar er ekki óáþekkur því sem virðist hafa verið fyrr á 20. öldinni og vekur það ýmsar áhugaverðar spurningar um persónugervingu dýra, skilgreiningu meindýra og hvernig haga skuli veiði í nútímasamfélagi. Tekin voru viðtöl við tíu einstaklinga sem eiga reglubundin samskipti við refi í sínu nánasta umhverfi, gjarnan í gegnum starf sitt sem skotveiðimenn, æðarbændur eða sauðfjárbændur. Auk þess að rannsaka efnið í gegnum hálf-stöðluð viðtöl er einnig gerð tilraun til þess að rekja í stuttu máli sögu samskipta manna við refi í gegnum ýmis lög, veiðiaðferðir og líffræðilegar rannsóknir. Since the settlement of Iceland, humans and the arctic fox (Vulpes lagopus) have had a complex relationship. Foxes were hunted ever since humans arrived on the island, but it was not until the middle of the 20th century that an effort was made to eradicate the species in accordance with a new law. The fact that this law was overturned in 1994 and the fox made a protected species might make one think that there was a fundemental change in how people preceived the fox. That, for example, people had a dislike towards foxes in the past but later became fonder of them. Of course, as it turns out, the picture is not at all that simple. It is not possible to ...