Tilurð og innleiðing gilda

Markmið ritgerðarinnar er að fá innsýn í það hvernig stjórnendur skipulagsheilda á Íslandi skipulögðu þá vinnu að finna gildi fyrir sína skipulagsheild og innleiða þau. Rannsóknir hafa sýnt fram á að gildi séu forskotið sem skipulagsheildir geti nýtt sér til árangurs, séu þau hin raunverulegu kjarna...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Heiðrún Hreiðarsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32048
Description
Summary:Markmið ritgerðarinnar er að fá innsýn í það hvernig stjórnendur skipulagsheilda á Íslandi skipulögðu þá vinnu að finna gildi fyrir sína skipulagsheild og innleiða þau. Rannsóknir hafa sýnt fram á að gildi séu forskotið sem skipulagsheildir geti nýtt sér til árangurs, séu þau hin raunverulegu kjarnagildi þeirra. Margar skipulagsheildir á Íslandi eru með gildi en fyrri rannsóknir hafa að mestu skoðað hvaða hugtök hafa orðið fyrir valinu. Því þótti ástæða til að skoða hvers vegna skipulagsheildir velja sér gildi, hver velur þau, hvernig sú vinna fer fram og hver sé ástæða fyrir fjölda þeirra. Eins þótti ástæða til að skoða hvernig gildin eru innleidd og hvort markvisst sé unnið með þau í framhaldi. Aðferðafræðin sem var notuð til að svara þessari spurningu var þríþætt: fræðileg samantekt; eigindleg rannsókn þar sem sjö starfsmenn í mannauðsmálum voru spurðir út í þá gildavinnu sem þeirra skipulagsheild hafði farið í, upplifun þeirra af þeirri vinnu og þeim áhrifum sem þeir telja að gildin hafi haft á skipulagsheildina; og að lokum var gerð greining á niðurstöðum rannsóknarinnar ásamt samanburði við fyrri skrif fræðimanna. Niðurstaðan er sú að þær skipulagsheildir sem tóku þátt í rannsókninni vinna markvisst með gildin sín. Gildin voru í öllum tilfellum fundin með skipulögðum hætti, þó ólíkt hafi verið hverjir komu að því að ákvarða þau og hvaða aðferð var notuð til að finna þau. Innleiðingin á gildunum var framkvæmd svo allir starfsmenn þekki þau og viti fyrir hvað þau standa. Starfsfólk er minnt reglulega á þau og þau eru notuð þegar kemur að hinum ýmsu mannauðsferlum. The aim of the thesis is to gain insight into how managers of companies in Iceland organized the work of finding and implementing the core values of their company. Studies have shown that values can be the advantage that companies can use for success, but only if they are their true core values. Many companies in Iceland have core values, but previous studies have largely researched which values were selected. It was considered necessary to ...