„Þetta er í geymslu og þú flytur þetta með þér hvert sem þú ferð“: Sálfélagslegar afleiðingar sjálfsvígs foreldris á börn þeirra.

Ritgerð þessi er lokaverkefni til MA gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar var að kanna sálfélagslegar afleiðingar sjálfsvígs foreldris á barn þess auk þess að kanna upplifun á ástvinamissinum og reynslu af stuðningi. Rannsóknin var framkvæmd...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Berglind Ósk Alfreðsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31981
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni til MA gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar var að kanna sálfélagslegar afleiðingar sjálfsvígs foreldris á barn þess auk þess að kanna upplifun á ástvinamissinum og reynslu af stuðningi. Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru fimm einstaklingsviðtöl og áttu viðmælendur það allir sameiginlegt að hafa misst foreldri úr sjálfsvígi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að börn foreldra sem framið hafa sjálfsvíg verða fyrir sálfélagslegum afleiðingum. Upplifun þeirra á ástvinamissinum er margskonar en áttu það flestir sameiginlegt að upplifa sorg, söknuð, skilning og samkennd. Einnig kom fram að þessir einstaklingar hafi upplifað höfnun frá foreldri sem fyrirfór sér ásamt reiði og/eða skömm frá fjölskyldumeðlimum. Einstaklingar greindu frá því að hafa upplifað sjálfsvígið óvænt og ekki búist við því þrátt fyrir veikindi foreldris. Reynsla þeirra af stuðning var að mestu góð og töldu þeir það hafa hjálpað þeim að vinna í sorginni sem fylgdi áfallinu. Stuðningurinn kom frá mismunandi aðilum og reyndist stuðningurinn þeim vel. Flestir höfðu fengið faglega aðstoð en tók þá mislangan tíma og var það erfiðara fyrir suma að fá aðstoðina sem þeir töldu sig þurfa eftir áfallið. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á sálfélagslegum afleiðingum barna sem misst hafa foreldri vegna sjálfsvígs. Höfundur telur rannsóknina nauðsynlega þar sem hún varpar ljósi á upplifun og reynslu þessara hóps einstaklinga. Vonar höfundur að þessi rannsókn muni betrumbæta skilning og þekkingu á viðfangsefninu ásamt þjónustu til þessara einstaklinga. Lykilorð: sjálfsvíg, sálfélagslegar afleiðingar, ástvinamissir, stuðningur. This thesis is a final assignment for a MA degree in clinical social work at the Univeristy of Iceland. The main subject of the thesis was to investigate the psychosocial effect of parental suicide on their child, as well as to explore experiences of bereavement and support. The study was conducted using a ...