Samstarf heimilis og skóla : viðhorf sex foreldra í þremur grunnskólum til heimanáms barna í fjórða bekk grunnskóla

Samstarf heimilis og skóla er órjúfanlegur þáttur í skólagöngu barna á Íslandi. Forsendur til samstarfs skapast meðal annars með heimanámi sem getur verið bæði hefðbundið og óhefðbundið. Í gegnum tíðina hafa verið skiptar skoðanir um gagnsemi heimanáms og áhrif þess á námsárangur og heimilislíf barn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ólöf Karla Þórisdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31947
Description
Summary:Samstarf heimilis og skóla er órjúfanlegur þáttur í skólagöngu barna á Íslandi. Forsendur til samstarfs skapast meðal annars með heimanámi sem getur verið bæði hefðbundið og óhefðbundið. Í gegnum tíðina hafa verið skiptar skoðanir um gagnsemi heimanáms og áhrif þess á námsárangur og heimilislíf barna. Svo virðist sem ríkjandi hefð í íslensku skólastarfi stjórni því að börn eru enn að sinna námi sínu heima, þrátt fyrir breytt landslag í skólamálum og samfélaginu almennt. Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki í að skapa farsælt samstarf milli heimila og skóla og svo því verði komið við skiptir þátttaka þeirra og viðhorf til náms barna þeirra máli. Um var að ræða eigindlega rannsókn þar sem notuð voru viðtöl við sex foreldra barna í 4. bekk í grunnskóla. Markmið rannsóknarinnar var að fá fram viðhorf og væntingar foreldra um eigið hlutverk, hlutverk kennara og nemenda til heimanáms. Foreldrar voru dregnir af handahófi úr þremur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Hafnarfirði og Garðabæ sem valdir voru út frá mismunandi stefnum skólanna um heimanám. Niðurstöður benda til þess að foreldrum þyki samstarf heimilis og skóla mikilvægt þar sem báðir aðilar eiga í gagnvirkum samskiptum um nám og hegðun nemenda. Foreldrar telja sig ekki þurfa að eiga mikil samskipti við skólann vegna heimanáms barna sinna og aukinna upplýsinga sé sjaldan þörf. Viðhorf foreldra til heimanáms er ýmist jákvætt eða neikvætt. Foreldrar sem eru hlynntir heimanámi telja það hafa áhrif á vinnubrögð nemenda í námi, svo sem skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum, auk þess sem þeir geta fylgst með gengi barna sinna í námi og hvað þau eru að fást við. Þeir sem tjáðu andstöðu við heimanám telja það vera framlengingu á skóladegi barna, valda togstreitu og taka yfir tómstundir og gæðastundir heimila. Foreldrar eru þó sammála um að heimalestur er nauðsynlegur. Óháð viðhorfum foreldra til heimanáms telja þeir að heimanám geti dregið úr jöfnum tækifærum barna til náms, sér í lagi hjá þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða. Foreldrar leggja þó ...