„Það væri glapræði hjá okkur að spá ekki í þetta“ : móttökuáætlanir tvítyngdra nemenda í fjórum grunnskólum á Íslandi

Íslenskt samfélag er síbreytilegt og á undanförnum árum hefur menningarleg fjölbreytni aukist svo um munar. Tvítyngdum nemendum fjölgar hratt í skólum landsins og því er mikilvægt að tekið sé vel á móti þeim og að þeir fái tækifæri til þess að afla sér menntunar og verða virkir þátttakendur í samfél...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lilja Guðmundsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31940
Description
Summary:Íslenskt samfélag er síbreytilegt og á undanförnum árum hefur menningarleg fjölbreytni aukist svo um munar. Tvítyngdum nemendum fjölgar hratt í skólum landsins og því er mikilvægt að tekið sé vel á móti þeim og að þeir fái tækifæri til þess að afla sér menntunar og verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna móttökuáætlanir fyrir tvítyngda nemendur í fjórum grunnskólum á landinu. Markmiðið með rannsókninni er að skilja hvernig móttökuáætlanir fyrir tvítyngda nemendur í grunnskólum eru settar upp, hvort þær séu til staðar í skólunum og hvort þeim sé fylgt eftir. Móttaka tvítyngdra nemenda er misjöfn eftir skólum en í þremur af þeim fjórum skólum sem rætt var við var engin formleg móttaka fyrir tvítyngda nemendur sérstaklega. Nemendur fengu allir góðar viðtökur en ekki var alltaf farið í formleg atriði eins og bakgrunn og almenna gagnaöflun um nemandann. Í aðeins einum skólanum voru foreldrar og nemendur tvítyngdra boðaðir í svokallað móttökuviðtal áður en nemendur hófu nám við skólann. Allir viðmælendur voru þó sammála um að bæta þyrfti móttökuna. Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á hvernig móttökuáætlanir þessara skóla fyrir tvítyngda nemendur eru og hvað sé hægt að gera til að bæta þær. Í ljósi niðurstaðnanna og mikilvægi rannsóknarefnisins væri áhugavert að gera aðra rannsókn síðar og athuga hver staða tvítyngdra nemenda sem útskrifast úr þessum skólum verður og hvort móttaka og íslenskukennslan hafi haft áhrif á það. Einnig væri hægt að nýta inntak þessarar rannsóknar í að skoða móttökuáætlanir á öllu landinu og bera saman. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að bæta þyrfti almennt móttökuáætlun fyrir tvítyngda nemendur og gera áætlunina formlega og markvissari. Útbúa þyrfti helst plagg sem dregið væri upp þegar tvítyngdur nemandi kæmi í skólann með spurningum um bakgrunn og þess háttar, líkt og er sýnt í handbók Reykjavíkurborgar um móttöku innflytjenda. Allir viðmælendur frá skólunum voru þó á því máli að tekið væri vel á móti öllum nemendum sem kæmu í skólann ...