„Ég vil helst ekki labba ein heim.“ Upplifun kvenna af öryggi í miðborg Reykjavíkur, áhrifaþættir og öryggisbrögð

Þessi 60 eininga meistararitgerð fjallar um upplifun kvenna af öryggi í miðborg Reykjavíkur, áhrifaþætti og öryggisbrögð. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn sem unnin var á tímabilinu september 2014 – janúar 2015. Tekin voru fjórtán eigindleg viðtöl ásamt því að senda út opna spurningaskrá sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Björk Hólm Þorsteinsdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31802
Description
Summary:Þessi 60 eininga meistararitgerð fjallar um upplifun kvenna af öryggi í miðborg Reykjavíkur, áhrifaþætti og öryggisbrögð. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn sem unnin var á tímabilinu september 2014 – janúar 2015. Tekin voru fjórtán eigindleg viðtöl ásamt því að senda út opna spurningaskrá sem allar konur eldri en 18 ára gátu svarað. Alls bárust 151 svar við þeirri skrá. Við greiningu gagna var stuðst við fyrirbærafræðilega nálgun en fræðilegt sjónarhorn ritgerðarinnar er í senn þjóðfræðilegt og feminískt, auk þess sem stuðst er við áhrifakenningar til greiningar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fjölþættar enda tilfinningar krefjandi og margslungið rannsóknarefni. Heimildakonur töldu miðborg Reykjavíkur almennt ekki hættulegan stað en sammældust þó allar um að vissar kringumstæður á ákveðnum tíma geti skapað aðstæður sem valda óöryggi. Öryggiskennd viðmælenda mótast þannig af víxlverkun ótal þátta í félagslegu og byggðu umhverfi, í bland við eigin reynslu og upplifanir. Birtuskilyrði, fólk og fólksfjöldi eru dæmi um áhrifaþætti sem fjallað er um en auk þess eru áhrif eftirlitsmyndavéla og samtímasagna tekin til greina. Heimildakonur verða ekki aðeins fyrir áhrifum heldur hafa einnig áhrif. Með því að beita svokölluðum trixum auka þær öryggiskennd sína. Trix, eða öryggisbrögð, eru samheiti yfir fjölbreyttar aðferðir, allt frá því að hringja í vin yfir í að bera lykla á milli fingranna, sem viðmælendur nota til að efla öryggiskennd sína þegar þær ferðast einar um miðborgina. Trixin nota heimildakonur í aðstæðum þar sem þær upplifa sig berskjaldaðar og leitast þannig við að efla eigið atbeini. Þær líta á sjálfar sig sem orsök atburða en samhliða brögðunum felst von um að öðlast frekari stjórn yfir eigin örlögum og rýminu umhverfis þær. Í rannsóknargögnunum birtast ítrekaðar lýsingar á því hvernig heimildakonur reyna að komast hjá eða í veg fyrir áreiti eða ofbeldi. Heimildakonur forðast að taka óþarfa áhættur sem bendir til þess að þær telji möguleikann á áreitni til staðar við ákveðnar kringumstæður. Með því ...