Töfrandi tungumál : starfendarannsókn í fjölmenningarlegum leikskóla

Í ritgerðinni er greint frá starfendarannsókn um þróunarverkefnið Töfrandi tungumál sem fór fram í fjölmenningarlegum leikskóla á þremur starfsstöðvum í Reykjavík. Verkefnið felst í innleiðingu á kennsluaðferð sem kallast LAP (Linguistically appropriate practice) í stefnu og starf leikskólans. LAP e...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Saga Stephensen 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31595
Description
Summary:Í ritgerðinni er greint frá starfendarannsókn um þróunarverkefnið Töfrandi tungumál sem fór fram í fjölmenningarlegum leikskóla á þremur starfsstöðvum í Reykjavík. Verkefnið felst í innleiðingu á kennsluaðferð sem kallast LAP (Linguistically appropriate practice) í stefnu og starf leikskólans. LAP er kennsluaðferð sem miðar að því að heimamál allra barna séu hluti af skólastarfinu og er aðferðin þróuð í Kanada af Roma Chumak-Horbatsch. Tilgangur rannsóknarinnar var að gera heimamál barnanna hluta af starfi leikskólans og sýnileg í umhverfi hans. Rannsóknarspurningarnar voru: Hvaða leiðir nýti ég til þess að vinna með starfsfólki leikskólans í að hlúa að heimamálum barnanna í leikskólastarfinu? Undirspurningar mínar voru: Hvaða verkefni tengd heimamálum barnanna urðu til í ferlinu? Hvernig þróaðist áhugi barna, foreldra og kennara þegar heimamál barnanna urðu hluti af starfinu og hvernig áhrif hafði það á sjálfsmynd barnanna? Hvaða áskorunum stóð ég frammi fyrir? Gögnin í rannsókninni voru vettvangsnótur, rannsóknardagbók og skráning á umræðum og samtölum við samstarfsfólk, stjórnendur, teymi, foreldra og börn. Þær leiðir sem ég nýtti til þess að hlúa að heimamálum barnanna voru meðal annars að taka fyrir eitt tungumál í hverri viku, ræða um tungumálið, læra nokkur orð á því, bjóða foreldrum sem töluðu viðkomandi tungumál að koma og lesa eða syngja fyrir börnin og merkja umhverfið á því tungumáli. Aðaláskoranir verkefnisins voru tungumálavinna með yngstu börnunum, að halda verkefninu gangandi í amstri dagsins og einnig að miðla hugmyndafræðinni til nýs starfsfólks. Kennarar og foreldrar töluðu um jákvæð áhrif af verkefninu og aukið sjálfstraust barna þegar þeirra tungumál var tekið fyrir. Einnig urðum við vör við aukinn áhuga og meðvitund barnanna á tungumálum almennt. This essay is an action research on the pilot project Magical Languages and took place in an intercultural preschool located in three buildings in Reykjavík. The project involves application of the teaching method LAP (Linguistically Appropriate ...