Summary: | Ferðaþjónusta á Íslandi hefur breyst töluvert á síðustu árum og hefur fjöldi ferðamanna aldrei verið meiri. Hlutfall ferðamanna miðað við íbúa á Íslandi er með því hæsta í heiminum og geta áhrif ferðaþjónustunnar því verið margvísleg. Húsnæðismarkaðurinn hefur einnig tekið miklum breytingum, bæði hvað varðar húsnæðisskort fyrir heimamenn og mikla hækkun á fasteignaverði. Í þessari rannsókn er unnin greining á fyrirliggjandi gögnum til þess að meta hver áhrif ferðaþjónustunnar eru á húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að hækkun á fasteignaverði megi rekja til húsnæðisskorts sem hefur myndast á Íslandi og til aukinnar eftirspurnar eftir íbúðum til kaups þar sem leiguverð hefur aldrei verið hærra. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa einnig til kynna að húsnæðisskort megi að hluta til rekja til aukningar á komu ferðamanna til landsins og þeirrar aukinnar eftirspurnar eftir gistiaðstöðu sem hefur myndast í kjölfarið. Hótel hafa ekki náð að anna þeirri hröðu eftirspurn sem hefur myndast á gistimarkaðinum og hefur þar af leiðandi ýtt undir aukna eftirspurn innan deilihagkerfisins. Aukinn ábati af íbúðaleigu í gegnum leigumiðlanir eins og Airbnb, hefur leitt til þess að fleiri leigusalar kjósa að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna í skammtímaleigu sem dregur á sama tíma úr framboði á almennum húsnæðismarkaði. Icelandic tourism has changed in the recent years. The number of incoming tourists has never been higher. The ratio of tourists versus the population in Iceland is one of the highest in the world, but tourism can affect the community in various ways. The housing market has also changed, both concerning shortage of housing for locals and increase in real estate prices. This research was conducted through a literature review to evaluate possible effects of tourism on the housing market in Iceland. The findings from this research indicate that increase in housing prices may be the result from housing shortage that has increased in Iceland. The demand for housing has increased, ...
|