How to retain Millennial employees in Iceland? : the case of entry-level employees at Domino’s Iceland

Á árinu 2017 var starfsmannavelta hjá Domino‘s á Íslandi mjög há en slíkt getur haft mikinn kostnað i för með sér fyrir fyrirtækið. Flestir sem vinna hjá Domino‘s á Íslandi eru einstaklingar sem tilheyra aldamótakynslóðinni og Z kynslóðinni. Til þess að draga úr kostnaði tengdri starfsmannaveltu og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Vilborg Lárusdóttir 1989-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:English
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31235
Description
Summary:Á árinu 2017 var starfsmannavelta hjá Domino‘s á Íslandi mjög há en slíkt getur haft mikinn kostnað i för með sér fyrir fyrirtækið. Flestir sem vinna hjá Domino‘s á Íslandi eru einstaklingar sem tilheyra aldamótakynslóðinni og Z kynslóðinni. Til þess að draga úr kostnaði tengdri starfsmannaveltu og til þess að halda í reynslumikið starfsfólk er mikilvægt fyrir Domino‘s að vita hvernig það getur betur komið til móts við þessar kynslóðir. Kynslóðirnar tvær eru að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum og því er gagnlegt og jafnvel nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að vita hvað þessum starfsmönnum þykir mikilvægt og hverjar þarfir þeirra til vinnu eru. Einstaklingum sem þykir þörfum sínum vel mætt eru að jafnaði með hærri starfsánægju en sterk tengsl eru á milli starfsánægju og starfsmannaveltu. Þeir einstaklingar sem meta starfsánægju síma mikla eru ólíklegri til að hætta að vinna fyrir fyrirtækið. Með því að greina þá þætti sem auka starfsánægju þessara kynslóða og betrumbæta þá, væri hægt að draga úr starfsmannaveltu. Rannsóknarspurning þessa verkefnis verður því „Hvernig má halda aldamótakynslóðinni í starfi?“. Til þess að svara þessari spurningu var sendur spurningalisti á starfsmenn Domino‘s á Íslandi þar sem kannaðir voru þeir þættir sem hafa áhrif á starfsánægju og viðloðun starfsmanna. Niðurstöður sýndu fram á þrjá þætti sem hafa mest áhrif á það að starfsmaður sé ánægður með starfið sitt en þeir eru: Starfsandinn, laun og kjör, og næsti yfirmaður þeirra. En þeir þættir þar sem fólki af þessum kynslóðum þótti ekki vera komið nægilega vel til móts við sig og þarfnast því úrbóta voru: Vinnuálag, endurgjöf (feedback) frá yfirmönnum og fjölbreytt verkefni In the year 2017, Domino‘s in Iceland had high turnover rates, which is costly for the company. Their employees are mainly from the Millennial generation and Generation Z. Knowing how to retain the individuals from those generations is therefore vital in order to reduce expenses from high turnover rates, and also so that they do not loose experienced workers. ...