Skerjafjarðarbrú og fjármögnun hennar
Verkefni þetta fjallar um vegtengingu yfir Skerjafjörð og mismunandi leiðir til fjármögnunar á framkvæmdinni. Þar sem bílaumferð hefur vaxið mikið síðustu ár er þörf á að endurskoða stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins. Með því að færa hluta umferðarinnar á nýja stofnbraut yfir Skerjafjörðinn umfer...
Main Author: | |
---|---|
Other Authors: | |
Format: | Thesis |
Language: | Icelandic |
Published: |
2018
|
Subjects: | |
Online Access: | http://hdl.handle.net/1946/31213 |
Summary: | Verkefni þetta fjallar um vegtengingu yfir Skerjafjörð og mismunandi leiðir til fjármögnunar á framkvæmdinni. Þar sem bílaumferð hefur vaxið mikið síðustu ár er þörf á að endurskoða stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins. Með því að færa hluta umferðarinnar á nýja stofnbraut yfir Skerjafjörðinn umferð til og frá höfuðborgarsvæðinu verður skilvirkari. Hér mun ég skoða fýsileika þess að brúa Skerjafjörð með vegtengingu sem yrði að mestu byggð á landfyllingu. Skoðuð verður þróun umferðar síðustu ár ásamt mannfjöldaþróun og aukningu ferðamanna. Þar sem fleiri en ein leið koma til greina til fjármögnunar verða ýmsar útfærslur skoðaðar og þá einnig hvort hagkvæmara sé að framkvæmdin sé í höndum einkaaðila eða hins opinbera. Þar sem stórar framkvæmdir líkt og þessi hafa áhrif á umhverfið þarf að skoða hvort framkvæmdin sé í raun möguleg með tilliti til friðlýstra svæða og annarra umhverfissjónarmiða. Ef vegtengingin yrði að veruleika myndi Reykjavíkurflugvöllur geta verið áfram staðsettur í Vatnsmýrinni og ekki þarf að deila frekar um staðsetningu spítalans. Nýtt byggingarsvæði til íbúðauppbyggingar myndi fást á Álftanesi og yrði það svæði töluvert stærra en það sem fengist í Vatnsmýrinni. Mikilvægt er að hafa gott samgöngukerfi í kringum háskólasjúkrahúsið og með nýju vegtengingunni myndu samgöngur að því verða greiðari auk þess að vegalengdin frá Álftanesi til sjúkrahússins myndi styttast töluvert. Niðurstöður leiddu í ljós að vegtenging yfir Skerjafjörð felur í sér ýmsa kosti fyrir samfélagið. Brúin styrkir stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins og eykur umferðarflæði milli sveitarfélaga. Við lagningu brúarinnar styttist ferðatími töluvert milli Álftaness og miðbæjar Reykjavíkur. Þá myndast stórt svæði á Álftanesi til íbúðaruppbyggingar sem er samt sem áður í grennd við alla þá þjónustu sem Reykjavík býður upp á. Brúin yrði gjaldskyld og gjaldið væri rukkað með nútíma tækjabúnaði sem raskar ekki umferðarflæði. Gjaldskráin myndi miðast við 40% af gjaldskrá Hvalfjarðarganganna sem þýðir að stakt skipti kostaði 400 kr og ... |
---|