„Eina sem þú þarft að vera með er tölvan“ : viðhorf nemenda, kennara og skólastjóra til 1:1 tölvunotkunar

Á haustönn 2017 hóf rannsakandi vettvangsnám í grunnskóla á Íslandi á lokaári sínu í meistaranámi í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Þegar stutt var liðið á 15 vikna vettvangsnámið var tekin ákvörðun í skólanum að fjárfesta í Chromebook fartölvum fyrir tvo árganga skólans á unglingastigi. Þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jón Heiðar Magnússon 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31140
Description
Summary:Á haustönn 2017 hóf rannsakandi vettvangsnám í grunnskóla á Íslandi á lokaári sínu í meistaranámi í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Þegar stutt var liðið á 15 vikna vettvangsnámið var tekin ákvörðun í skólanum að fjárfesta í Chromebook fartölvum fyrir tvo árganga skólans á unglingastigi. Þar með fengu allir nemendur árganganna tveggja aðgang að eigin tölvu til notkunar í skólanum. Fengin reynsla af innleiðingu fartölvanna varð kveikjan að þessari meistaraprófsritgerð. Tilgangur ritgerðarinnar var að skoða hvernig til hefur tekist með innleiðingu tölvanna en tekin voru tvö rýnihópaviðtöl við nemendur annars árgangsins. Einnig voru tekin viðtöl við báða umsjónarkennara árgangsins ásamt skólastjóra skólans. Markmið ritgerðarinnar var að komast að viðhorfi nemenda til notkunar Chromebook fartölvanna í sínu námi, hvaða áhrif hún hafði haft á kennsluhætti kennara og að lokum hver framtíðarsýn skólastjórans var fyrir upplýsingatækni í skólanum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að tölvurnar höfðu jákvæð áhrif á áhuga nemenda á námi sínu og fannst þeim mikill kostur að geta notað tölvurnar til að afla sér upplýsinga á netinu. Nemendur voru einnig hrifnir af Google umhverfinu og sögðu það auðvelda þeim skipulagningu á sínu námi. Þeir nefndu að ritun væri hraðari og skilvirkari en sögðu samt sem áður að tölvunotkunin drægi úr einbeitingu og að óheppilegt væri að mega ekki fara með tölvurnar heim. Kennsluhættir kennaranna höfðu orðið fyrir einhverjum áhrifum af innleiðingu Chromebook tölvanna en greina mátti ákveðna þróun og áhuga á því að nota tölvurnar til að stuðla að einstaklings- og nemendamiðaðri kennslu. Kennararnir viðurkenndu þó að áhrif tölvanna á þeirra kennsluhætti væri stutt á veg komin en með meiri þjálfun og reynslu væri hægt að byrja að leita nýrra leiða til að nýta tölvutæknina í kennslu og námi. Framtíðarsýn skólastjórans er sú að á haustönn 2019 ættu allir nemendur 7.–10. bekkjar skólans að vera komnir með sína eigin Chromebook fartölvu sem myndi hlúa að því markmiði hans að einstaklingsmiða ...