Breytingar á ferlum mannauðsstjórnunar í samruna skipulagsheilda

Í síbreytilegu markaðsumhverfi verður krafa á fyrirtæki um hæfni til breytinga mun meiri til að þau geti viðhaldið samkeppnishæfni sinni. Til að framfylgja þessum kröfum ganga sífellt fleiri skipulagsheildir í gegnum samruna. Rannsókn ritgerðarinnar miðar að því að kanna þær breytingar sem verða á f...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Dóróthea Ármann 1996-, Viktoría Arnardóttir 1995-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30780
Description
Summary:Í síbreytilegu markaðsumhverfi verður krafa á fyrirtæki um hæfni til breytinga mun meiri til að þau geti viðhaldið samkeppnishæfni sinni. Til að framfylgja þessum kröfum ganga sífellt fleiri skipulagsheildir í gegnum samruna. Rannsókn ritgerðarinnar miðar að því að kanna þær breytingar sem verða á ferlum mannauðsstjórnunar við samruna skipulagsheilda. Framkvæmd var rannsókn í formi djúpviðtala við annars vegar stjórnendur uppplýsingatæknifyrirtækisins Advania og hins vegar stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, en bæði fyrirtækin hafa gengið í gegnum samruna. Niðurstöður rannsóknarinnar voru notaðar til að greina aðferðir mannauðsstjórnunar í samruna fyrirtækjanna og þær bornar saman við við fræði mannauðs- og breytingastjórnunar. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er eftirfarandi: Hvaða breytingar verða á ferlum mannauðsstjórnunar við samruna skipulagsheilda? Henni má svara með tilliti til þess hvort stjórnendur skipulagsheildar geri kröfu um að viðhalda skilvirkni starfsfólks á meðan samrunanum stendur eða ekki. Sé krafa um skilvirkni þurfa ferlar mannauðsstjórnunar ekki að breytast búi skipulagsheild yfir grunnferlum sem ávalt eru tilbúnir fyrir breytingar. Hafi skipulagsheild ekki sterka grunnferla sem styðja við breytingar skal skipulagsheildin fara eftir fræðum breytinga- og mannauðsstjórnunar sem fjallað verður um í ritgerðinni. Setji skipulagsheild ekki þá kröfu að viðhalda skilvirkni starfsfólks á meðan á samrunanum stendur geta ferlar mannauðsstjórnunar haldist óbreyttir. Lykilorð: Samruni, breytingastjórnun, mannauðsstjórnun, mannauðsferlar, starfsfólk