Summary: | Uppgangur ferðaþjónustunnar á Íslandi síðastliðin ár hefur haft mikil áhrif á náttúru landsins, íslenskt efnahagslíf og samfélagið sjálft. Miðborg Reykjavíkur er fjölsóttasti ferðamannastaður landsins sem hefur leitt til mikilla breytinga meðal annars á byggð, verslun og þjónustu sem og breytinga fyrir sjálfa íbúa miðborgarinnar. Þrátt fyrir miklar breytingar á tiltölulega stuttum tíma, hefur lítið verið kannað hvert viðhorf íbúa svæðisins er til aukinnar ferðaþjónustu og hvort hún hafi haft afgerandi áhrif á daglegt líf þeirra. Kannað var viðhorf íbúa miðborgarinnar og verslunarrekenda (sem einnig eru íbúar miðborgarinnar) til aukinnar ferðaþjónustu á svæðinu með opnum viðtölum þar sem viðmælendur gátu komið viðhorfum sínum á framfæri. Til hliðsjónar var viðhorf ferðamanna einnig kannað eða hvernig þeir upplifa miðborgina bæði sem rými og ferðamannastað. Einnig voru tekin viðtöl við tvo fulltrúa Reykjavíkurborgar til að fá frekari innsýn í stefnu, hlutverk og aðkomu borgaryfirvalda í tengslum við samþættingu ferðaþjónustunnar og íbúðahverfisins 101. Rannsóknin leiddi það í ljós að afgerandi meirihluta íbúa finnst ferðamenn auðga mannlíf miðborgarinnar en eru óánægðir með ýmsa fylgifiska aukinnar ferðaþjónustu í hverfinu sem oft má tengja slæmri skipulagningu og að ekki hafi verið tekið mið af hagsmunum þeirra og viðhorfum. Viðhorf íbúa eru í samræmi við niðurstöður fjölmargra rannsókna á áhrifum fjöldaferðaþjónustu á gestgjafasamfélög og kenningar sem fela það í sér að slæm skipulagning greinarinnar, þar sem ekki er tekið tillit til viðhorfa og hagsmuna íbúa gestgjafasamfélagsins, geti leitt til óánægju íbúa vegna hins „dulda kostnaðar“ sem fellur á þá og getur leitt til árekstra milli þeirra og ferðamanna. The rise of tourism in Iceland in recent years has made quite an impact on its nature, the economy and the society. Reykjavik‘s city centre is the most visited tourist destination in Iceland which has led to a lot of changes in the area, its commerce and services and also changes for its residents. Despite ...
|