Summary: | Höfuðáverkar eru algengir meðal barna og unglinga en eru flestir ekki af alvarlegum toga. Algengi höfuðáverka er mismunandi milli landa. Flestir höfuðáverkar eru af völdum höfuðhöggs sem atvikast á ýmsa vegu. Algengast er að um höfuðhögg í kjölfar falls sé að ræða. Með sumum höfuðáverkum verða einnig áverkar á heila. Algengasta tegund heilaáverka er heilahristingur sem telst vera mildur áverki. Heilaáverkar eru aðal dánarorsök og orsök fötlunar barna og unglinga. Börn geta fundið fyrir bæði líkamlegum og andlegum einkennum í kjölfar höfuðáverka. Markmið rannsóknarinnar var að meta algengi og nýgengi koma 4-18 ára barna á Landspítala Háskólasjúkrahús á árunum 2012-2017 vegna áverka á höfði. Rannsóknin var afturskyggn sjúkraskrárrannsókn. Gögnum var aflað úr sjúkraskrám Landspítala Háskólasjúkrahús. Leitað var eftir innlögnum og komum á bráðamóttökur Landspítala með ICD10 greiningar sem samrýmdust höfuðáverka. Upplýsingar voru fengnar um kyn, aldur og póstnúmer barnanna auk dagsetningar og tíma. Orsök áverkanna og alvarleikstig samkvæmt ISS voru fengin úr NOMESKO skráningu Landspítalans. Á rannsóknartímabilinu leituðu 8461 börn 4-18 ára alls 10.015 sinnum á Landspítala Háskólasjúkrahús vegna höfuðáverka. Drengir hlutu hlutfallslega fleiri höfuðáverka á rannsóknartímabilinu (62,4%). Flestar komur á Landspítala voru hjá fjögurra og fimm ára börnum (27,8%). Flest börn áttu lögheimili í Reykjavík (92,5%). Það var marktæk línuleg lækkun á nýgengi höfuðáverka. Flest börn hlutu höfuðáverka vegna falls (39,9%). Meirihluti barnanna fengu mjúkpartaáverka (65,7%). Af þeim börnum sem þurftu á innlögn að halda voru flest greind með heilahristing (98%). Nær helmingur barnanna hlutu lítinn áverka. Fá tilfelli þurftu innlögn á spítala, eða samtals 146 tilfelli. Meirihluti barna lögðust inn á Barnadeild hb-22E (60,3%). Hjúkrunarfræðingar eru í mörgum tilfellum fyrstu meðferðaraðilar sem annast börn með höfuðáverka. Þeir eru í lykilstöðu til að veita þeim fyrstu meðferð og eftirlit. Eftirfylgni er mikilvæg hjá þessum börnum og eru ...
|