Leyndardómur sjálfsins: Persónusamsemd og hugmynd okkar um ábyrgð

Í ritgerðinni verður tekist á við spurningar um persónusamsemd (e. personal identity). Rannsóknarspurningin er: Að hvaða leyti (ef einhverju) er einstaklingur (persóna) sami einstaklingurinn frá einum tíma til annars og hvernig hefur svarið við þeirri spurningu áhrif á hvernig hugsað er um siðferðil...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Adam Lárus Sigurðarson 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30102
Description
Summary:Í ritgerðinni verður tekist á við spurningar um persónusamsemd (e. personal identity). Rannsóknarspurningin er: Að hvaða leyti (ef einhverju) er einstaklingur (persóna) sami einstaklingurinn frá einum tíma til annars og hvernig hefur svarið við þeirri spurningu áhrif á hvernig hugsað er um siðferðilega ábyrgð? Fyrst verða skoðaðar nokkrar mismunandi nálganir. Dæmi um þær eru líffræðilega nálgunin (e. the biological view) sem segir að það sé efnislíkaminn sem skýrir hvað einstaklingur sé, mannfræðilega nálgunin (e. the Anthropological View) sem segir að það sé lífssaga einstaklingsins og ósmættarhyggja (e. nonreductionism) sem segir að það sé eitthvað óháð ákveðnum eiginleikum sem gerir einstakling að ákveðnum einstaklingi. Stór hluti af ritgerðinni er svo tileinkaður kenningu enska heimspekingsins Dereks Parfit. Hann segir að persónusamsemd megi skýra með sálrænum eiginleikum. Hann segir að persónusamsemd sé þegar það er sálræn samfella (e. psychological continuity) og sálræn tengsl (e. psychological connectedness) milli tveggja einstaklinga á mismunandi tímum. Hann bætir svo við að ekki megi verða svokölluð tvístrun (e. branching) í tilvist þeirra. Þetta þýðir að það er til dæmis ekki um persónusamsemd að ræða ef maður myndi deyja og heili manns vera settur í tvo nýja líkama því að þá væru komnir tveir ólíkir einstaklingar. Í ritgerðinni verður einnig gagnrýni á persónusamsemdarkenningu Parfit tekin fyrir. Þá verður skoðað hvort persónusamsemd skipti í raun eins miklu máli og maður gæti haldið og það dregið fram hvernig kenning Parfits gæti haft þær afleiðingar að fólk væri ekki ábyrgt fyrir eigin gjörðum. Þetta atriði verður borið saman við þá hugmynd að ábyrgð einstaklinga á eigin athöfnum þarf ekki að vera helsta ástæðan fyrir beitingu refsinga og önnur rök dregin fram til réttlætingar á þeim, þ.e. að refsingar fæli fólk frá glæpum eða séu tæki til betrunar afbrotamanna. Í lokin verður sú afstaða sett fram að viðhorf Parfits hafi margt til máls að leggja og að hún falli ágætlega að fælingarstefnu og ...