„Að kreista sem mest úr sem minnstu:“ Tilviksrannsókn á stýrineti innan íslenskrar stjórnsýslu við innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Árið 2015 sammæltust aðildarríki Sameinuðu þjóðanna um Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun sem fela í sér 17 markmið sem aðildarríkin stefna á að ná fyrir árið 2030. Markmiðin eru afar víðtæk og af þeim sökum krefst innleiðing þeirra mikillar samvinnu og samráðs í stjórnsýslunni. Í þessari rannsókn er s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingibjörg Björnsdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30071
Description
Summary:Árið 2015 sammæltust aðildarríki Sameinuðu þjóðanna um Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun sem fela í sér 17 markmið sem aðildarríkin stefna á að ná fyrir árið 2030. Markmiðin eru afar víðtæk og af þeim sökum krefst innleiðing þeirra mikillar samvinnu og samráðs í stjórnsýslunni. Í þessari rannsókn er sjónum beint að fyrsta hluta innleiðingarferils Heimsmarkmiðanna á Íslandi. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig innleiðingu Heims¬markmiðanna hefur verið háttað á Íslandi, hvort innleiðingarferlinn hafi verið í anda stýrineta og hafi einkennst af árangursstjórnun. Greiningin byggir á ramma Klijn og Koppenjan um stýrinet, en þau má skilgreina sem hóp þar sem allir þátttakendur eru háðir hvor öðrum um ákveðin bjargráð og verða því að vinna saman að sameiginlegum lausnum. Rannsóknin er tilviksrannsókn sem byggir á viðtölum við fulltrúa í verkefnastjórn um Heimsmarkmiðin en einnig voru fyrirliggjandi heimildir nýttar til greiningar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að verkefnastjórn Heimsmarkmiðanna uppfyllir mörg þeirra skilyrða þess að teljast til stýrinets samkvæmt greiningarramma Klijn og Koppenjan. Mörg þeirra vandamála sem gjarnan einkenna stýrinet virðast hins vegar ekki eiga við um störf verkefnastjórnarinnar, sem einkennast af sátt og samvinnu. Slíkt má mögulega útskýra með hliðsjón af því að markmiðin sjálf eru ekki mótuð af íslenskum stjórnvöldum og að innleiðing markmiðanna er stutt á veg komin. Áhugavert verður að fylgjast með innleiðingu verkefnisins og rannsóknum á viðfangsefninu á næstu árum. In 2015 the member states of the UN agreed on the implementation of the Sustainable Development Goals (SDGs) which entail 17 goals to be reached by the year 2030. The goals tackle a whole range of issues and subsequently their implementation requires substantial collaboration and consultation within national public administrations. This research focuses on the first phase of the SDG implementation process in Iceland. The main objective of this study was to examine the implementation of the ...