Hitt húsið: Upphaf, starfsemi og áhrif fyrsta ungmennahússins á Íslandi

Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er saga Hins hússins, fyrsta ungmennahússins á Íslandi, sem tók til starfa í Reykjavík árið 1991. Markmið ritgerðarinnar er tvíþætt. Annars vegar að kanna aðdraganda og uppruna ungmennahúsa á Íslandi og setja í samhengi við hugmyndir um unglingamenningu og breytt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gylfi Már Sigurðsson 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29949
Description
Summary:Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er saga Hins hússins, fyrsta ungmennahússins á Íslandi, sem tók til starfa í Reykjavík árið 1991. Markmið ritgerðarinnar er tvíþætt. Annars vegar að kanna aðdraganda og uppruna ungmennahúsa á Íslandi og setja í samhengi við hugmyndir um unglingamenningu og breytta samfélagsgerð á síðustu áratugum 20. aldar. Hins vegar að rekja sögu Hins hússins og þess starfs sem þar hefur verið unnið. Helstu niðurstöður eru þær að Hitt húsið skipti sköpum fyrir unglingamenningu á Íslandi. Áður höfðu verið gerðar nokkrar tilraunir með rekstur skemmtistaða fyrir ungt fólk en þeir störfuðu í skamman tíma. Algengt var að ungmenni söfnuðust saman í miðbæ Reykjavíkur um helgar því að aðstöðuleysi ungs fólks var algjört. Með tilkomu Hins hússins fengu ungmenni aðstöðu og innihaldsríka starfsemi þar sem hugað var meðal annars að atvinnumálum og menningu ungs fólks. Þegar í upphafi byggði Hitt húsið á þeirri hugmyndafræði að ungmennin sjálf væru virkjuð til þátttöku. Á þann hátt hefur Hitt húsið orðið mikilvægur vettvangur fyrir ungt fólk til þess að þroskast og efla sjálfstraust í gegnum til að mynda liststarf og starfsþjálfun. Áhrifa Hins hússins hefur gætt víða en fjöldi ungmennahúsa var opnaður að fyrirmynd Hins hússins, einkum á fyrsta áratug 21. aldar. Heimildir eru sóttar í fræðirit, dagblöð og tímarit, á skjalasöfn auk þess sem byggt er á viðtölum við heimildarmenn sem hafa til fjölda ára starfað við æskulýðsmál á Íslandi. The subject of this thesis is Hitt húsið (e. The Other House) which was founded in 1991 and was the first youth house establishment that focused on young people aged 16-25.The thesis has two main objectives: Firstly, to investigate the origin of youth house establishments in Iceland in context of ideas about youth culture and societal changes in the last decades of the 20th century. Secondly, it seeks to review the history of Hitt húsið, from its founding to the present day, with emphasis on various projects and achievements.The main conclusion is that Hitt húsið had ...