Summary: | Ör vöxtur íslenskrar ferðaþjónustu hefur verið áberandi undanfarin ár. Sífelld aukning er á komum ferðamanna hingað til lands og hefur innviðauppbygging ekki náð að halda í við þennan mikla vöxt. Í þessari rannsókn voru þjónusta og gæði innan greinarinnar skoðuð út frá fjórum mismunandi þjóðernum, Bandaríkjamönnum, Kínverjum, Japönum og Rússum. Skoðað var hvernig mismunandi menningarleg gildi, væntingar og siðir þeirra hafa áhrif á upplifun þeirra sem ferðamenn á Íslandi. Þjóðernin voru greind eftir menningarvíddum Geerts Hofstede og einnig voru tekin eigindleg viðtöl við fjóra fagaðila í ferðaþjónustu Rannsóknin var unnin út frá sex þrepa líkani Kotlers og Kellers þar sem viðfangsefni rannsóknar var ákveðið og rannsóknaráætlun gerð. Útfrá því var rannsóknarspurning ákveðin sem og markmið og tilgangur verkefnisins. Niðurstöðurnar voru þær að mikið svigrúm er til bætinga í þjónustu og gæðum innan greinarinnar. Þessir hlutir eru partur af þeim innviðum sem ekki hafa náð að halda í við vöxtinn. Tillögur að úrbótum voru settar fram í lokin þar sem mikil þróun hefur orðið í viðhorfi ferðaþjónustuaðila til þjónustu og gæða og þeirri staðreynd hversu mikið þau geta bætt samkeppnisforskot Íslands sem áfangastaðar. The rapid growth of Icelandic tourism has been prominent in the recent years. There is a growing increase in tourist arrivals to Iceland and infrastructure development has not been able to keep up with this great growth. In this study, service and quality within the industry were examined from four different nationalities, Americans, Chinese, Japanese and Russians. It was examined how different cultural values, expectations and their ethics affect their experiences as tourists in Iceland. The nationalities were analyzed by Geerts Hofstede's cultural dimension and qualitative interviews were also taken with four tourism professionals. The study was based on the six-step model from Kotler and Keller, where the subject matter of the study was decided and a research plan was conducted. Based on that, the ...
|