Eru kínverskir og japanskir ferðamenn ákjósanlegir markhópar fyrir íslenska ferðaþjónustu?

Fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi, þar á meðal kínverskra og japanskra, hefur verið mikil á seinustu árum og þurfa upplýsingar um þessa ferðamenn að aukast í samræmi við vöxtinn. Í rannsókninni var farið yfir markhópa og áherslur í íslenskri ferðaþjónustu, kínverska og japanska ferðamenn á Ísl...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Ásta Harðardóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29702
Description
Summary:Fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi, þar á meðal kínverskra og japanskra, hefur verið mikil á seinustu árum og þurfa upplýsingar um þessa ferðamenn að aukast í samræmi við vöxtinn. Í rannsókninni var farið yfir markhópa og áherslur í íslenskri ferðaþjónustu, kínverska og japanska ferðamenn á Íslandi út frá áherslum rannsóknarinnar og menningarmun á Íslandi, Kína og Japan sem hefur áhrif á ferðavenjur. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að fjölgun kínverskra ferðamanna er meiri en japanskra þó ferðamönnum úr báðum hópum fjölgi ört. Þessir ferðamenn eru líkir að því leyti að þeir koma til landsins jafnt á lágönn sem og háönn og dvelja að meðaltali á landinu í 5-7 daga. Þessir ferðamenn dvelja helst á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring og vilja ferðast sjálfir á bílaleigubíl eða í hópum. Þeir eiga það sameiginlegt að eyða mestu í skoðunarferðir en japanskir ferðamenn eyða einnig miklu í minjagripi, mat og vín á meðan kínverskir ferðamenn eyða litlu í mat og kaupa frekar dýrari merkjavörur. Mikill menningarmunur er á milli Íslands, Kína og Japan og eru kínverskir og japanskir ferðamenn mjög ólíkir í ferðahegðun þar sem þeir koma frá ólíkum menningarheimum. Þetta eru ferðamenn sem nýtast íslenskri ferðaþjónustu vel að því leyti að þeir stuðla að aukinni dreifingu á komu erlendra ferðamanna yfir árið og lengingu ferðatímabilsins. Foreign tourists have grown increasingly for the past few years, including Chinese and Japanese tourists, so information about these tourists needs to increase in line with the growth. In this thesis, we go over the main marketing segments for the Icelandic tourism industry, Chinese and Japanese tourists in Iceland based on the focus of the thesis and the cultural difference between Iceland, China and Japan. Five interviews were taken and a survey sent to over 200 tourism companies in Iceland. Main findings were that Chinese tourists in Iceland are increasing faster than Japanese tourists in Iceland, although both groups are growing rapidly. Chinese and Japanese tourists are both ...