Námsumhverfi framhaldsskólanema og námsgengi

Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að kanna forspárgildi skimunarprófsins Námsumhverfi framhaldsskólanema fyrir námsgengi nýnema sem hófu nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) haustið 2015 með því að kanna tengsl þess við námsframvindu og viðveru nemendanna yfir þriggja anna tímab...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásdís Birgisdóttir 1970-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29385
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að kanna forspárgildi skimunarprófsins Námsumhverfi framhaldsskólanema fyrir námsgengi nýnema sem hófu nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) haustið 2015 með því að kanna tengsl þess við námsframvindu og viðveru nemendanna yfir þriggja anna tímabil. Hins vegar að bera saman niðurstöður prófsins fyrir nýnema VMA við niðurstöður annarra nýnema sem tóku þátt í könnuninni það haustið. Tilgangur skimunarprófsins er að greina þætti, eins og skuldbindingu til náms og skóla og stuðning í námsumhverfi nemenda, sem geta ýtt undir hættu á slöku námsgengi og brotthvarf frá námi. Þátttakendur voru 149 nýnemar fæddir árið 1999 sem innrituðust í VMA haustið 2015. Niðurstöður sýndu að við upphaf framhaldskólagöngunnar höfðu brotthvarfsnemendur mun fleiri áhættuþætti samkvæmt skimunarprófinu en þeir nemendur sem enn voru í skóla þremur önnum síðar. Auk þess kom fram að því fleiri sem áhættuþættirnir voru í byrjun námsins því færri einingum komu nemendurnir til með að ljúka og því minni var viðvera þeirra allar þrjár annirnar sem rannsóknin náði til. Þeir þættir prófsins sem sýndu mesta aðgreiningu á milli brotthvarfshópsins og annarra nemenda voru verri skólahegðun brotthvarfsnema í 10. bekk, meiri námserfiðleikar í grunnskóla, minni trú á eigin getu í námi, minni félagsleg skuldbinding í framhaldsskóla auk þess sem þeir töldu sig fá minni stuðning frá kennurum í framhaldsskóla og minni hvatningu til náms frá móður. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að skimunarprófið Námsumhverfi framhaldsskólanema gefi góða forspá um gengi nýnema fyrstu þrjár annirnar í framhaldsskóla. Jafnframt benda þær til þess að mikilvægt sé að vinna gegn brotthvarfshugsun nemenda á þessum þýðingarmiklu skólaskilum með því að styrkja skuldbindingu nemenda til náms og skóla og námsumhverfi þeirra. The aim of this research is twofold. Firstly, to look into how well the screening test Students’ upper secondary school environment predicted school dropout in an upper secondary school in Northern Iceland ...