Disaster social work in Iceland. Cruise ship accident: A case scenario

Ferðaþjónusta er orðin einn af helstu atvinnuvegum á Íslandi og fjöldi þeirra sem hafa heimsótt landið hefur náð allt að tveimur milljónum á ári. Slys á ferðamönnum eru æ algengari sem veldur nokkru álagi á grunnstoðir samfélagsins sem og almannavarnakerfið. Aukin umferð skemmtiferðaskipa í kringum...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Andrea Marta Vigfúsdóttir 1976-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29369
Description
Summary:Ferðaþjónusta er orðin einn af helstu atvinnuvegum á Íslandi og fjöldi þeirra sem hafa heimsótt landið hefur náð allt að tveimur milljónum á ári. Slys á ferðamönnum eru æ algengari sem veldur nokkru álagi á grunnstoðir samfélagsins sem og almannavarnakerfið. Aukin umferð skemmtiferðaskipa í kringum landið hefur í för með sér aukna hættu á stóráföllum ef koma skyldi til slysa í tengslum við ferðir skipanna. Félagsráðgjafar eru starfsstétt sem oft starfar náið með þeim sem þjást í kjölfar samfélagsbreytinga og hamfarafélagsráðgjöf er hugtak sem lýsir þeirri vinnu sem félagsráðgjafar inna af hendi í tengslum við hamfarir. Í þessari ritgerð er dregin upp mynd af skemmtiferðaskipaslysi við norðurströnd landsins og með þeirri aðferð er markmiðið að svara þeim spurningum hvaða verkefni félagsráðgjafar hefðu í kjölfar slíks atburðar. Jafnframt er leitað svara við þeirri spurningu hvað félagsráðgjafar hafa fram að færa í hamfarastjórnun og hvort hæfileikar þeirra og þekking fái notið sín innan þessa sviðs. Helstu hugtök í tengslum við hamfarafélagsráðgjöf, menntun á sviði hamfarafélagsráðgjafar og almannavarnakerfi landsins eru kynnt og staða félagsþjónustu og félagsráðgjafa innan hamfarastjórnunarkerfisins á Íslandi rædd. Í ljós kom að félagsráðgjafar geta leyst margvísleg störf af hendi ef kæmi til stórslyss á borð við það sem lýst er í ritgerðinni. Svo virðist sem kunnátta og þekking félagsráðgjafa sé ekki nýtt að fullu í tengslum við hamfarastjórnun, en ættu skilið að vera gefinn gaumur af hálfu þeirra stjórnvalda sem fara með málaflokka hamfarastjórnunar og almannavarna hér á landi. Tourism has become one of the largest industries in Iceland and the number of visitors has reached almost two million a year. Accidents involving tourists have become more frequent and this puts a certain strain on the country´s infrastructure and civil protection system. Cruise ship traffic around Iceland has increased rapidly and presents hazards which could turn into a disaster should there come to a cruise ship accident. Social ...